WCM Iðunn Helgadóttir

Evrópumót landsliða fer fram í Batumi í Georgíu dagana 5.-14. október. Fram að móti munum við kynna EM-faranna, einn á dag. Í dag kynnum við til leiks nýliðann Iðunni Helgadóttur.

  • GM Vignir Vatnar Stefánsson
  • GM Guðmundur Kjartansson
  • IM Dagur Ragnarsson
  • GM Hannes Hlífar Stefánsson
  • IM Aleksandr Domalchuk-Jonasson
  • WGM Lenka Ptácníková
  • WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
  • WCM Guðrún Fanney Briem
  • WCM Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • WCM Iðunn Helgadóttir
  • FST/GM Helgi Ólafsson
  • FT/FM Ingvar Þór Jóhannesson

Nafn

Iðunn Helgadóttir

Félag
Taflfélag Reykjavíkur, nema hvað!
Hversu oft hefurðu farið á EM landsliða?

Þetta verður í fyrsta sinn.
Á hvaða ertu að horfa á Netflix (eða annarri veitu) þessa dagana?
Ég er búin að vera að horfa á The Summer I Turned Pretty með systur minni. 

Uppáhaldsskákmaður og af hverju?

Wesley So, af því að ég hef aldrei hitt almennilegri skákmann af þessum styrkleika.
Verður ManU í efri eða neðri helmingi úrvalsdeildarinnar?
Neðri.
Uppáhaldskákbyrjun og af hverju?
Colle Zukertort, því hún gefur mikil sóknarfæri. Aftur á móti hefur Ingvar bannað mér að tefla hana í skákum landsliðsins. 
Hvernig slakarðu á milli umferða á mótum?
Ég fer oft og geri eitthvað gaman með Guðrúnu Fanneyju.
Batumi hefur stundum verið líkt við borg í Bandaríkjunum? Gætirðu nefnt hvaða?
Las Vegas?
Georgía hefur átt margar þekktar skákkonur. Hverja telur þú þá næstþekktustu?
Ég þekki bara Nónu Gaprindashvili en mér dettur engin önnur í hug.

Hver verður andstæðingur Gukesh í næsta HM-einvígi?

Caruana kannski.

Hvaða bók ertu að lesa þessa dagana?

Ég les eiginlega engar bækur…
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir EM landsliða nú?
Ég skellti mér til Akureyrar með pabba mínum fyrir stuttu síðan og tefldi á Skákþingi Norðlendinga. Hins vegar hefur verið heldur lítið til um líkamlegan og andlegan undirbúning.
Hvernig tengist kvikmyndin Tinder Swindler borginni Batumi?
Hann var handtekinn í Batumi um daginn!
Markmið þín á mótinu?
Undirbúa mig vel fyrir hverja skák og vera góður liðsfélagi.
Hverja telur þú líklegasta Evrópumeistara?
Kvenna: Georgía Karla: Holland

Áfram?

TR!
- Auglýsing -