(Mynd: Thor Kvakkestad)

Josef Omarsson (2047) hóf í gær leik á HM U14 í Durres í Albaníu. Josef byrjaði á sigri í fyrstu umferð og fær sterkan andstæðing í dag.

Alls taka 148 skákmenn þátt í flokki Josefs sem er númer 73 í styrkleikaröðinni, rétt fyrir ofan miðju. Josef tefldi því niður fyrir sig í fyrstu umferð, fékk Bandaríkjamanninn Shiloh Hardie-Brown sem er stigalaus á FIDE stigum. Slíkir andstæðingar þó sýnd veiði en ekki gefin þar sem oft á tíðum eru mót í Bandaríkjunum bara reiknuð til USCF stiga. Hvað sem því líður vann Josef sigur og byrjar því vel.

Í umferð dagsins fær Josef erfitt verkefni. Andstæðingurinn er stigahæsti keppandi flokksins, Kínverjinn Haochen Jiang sem skartar 2457 skákstigum og alþjóðlegri meistaratign. Kínverjinn er þó særður, gerði jafntefli í fyrstu umferð en er „upfloataður“ eins og það er kallað í pöruninni og mætir Josef með einn vinning.

Skákin er ekki beint en 12 efstu borðin í flokknum eru í beinni útsendingu.

- Auglýsing -