Annari umferð U2000 mótins lauk í dag og áfram voru flest úrslit eftir bókinni. Á fyrsta borði fór fram spennandi skák í Slavneskri vörn hjá Sigurði Páli og Roberto. Í miðtaflinu var það veiking á kóngsvængnum sem gaf Roberto ákveðin tækifæri í miðbik skákarinnar. Skákin endaði síðar í jafntefli í hróksendataflinu.

Á þriðja borði var Lárus Bjarnason með mjög góða sénsa í skák sinni við Theodór. Eftir að hafa fórnað skiptamuni fékk hvítur glimrandi bætur og á tímabili unna stöðu. Eftir mikil uppskipti leysist skákin upp í jafntefli.
Allar skákir mótsins verða gerðar aðgengilar bæði á chess-results og lichess. Næsta umferð fer fram 8.október
Staðan á chess-results:
Skákirnar á lichess:
- Auglýsing -