Josef Omarsson (2047) hefur 2 vinninga að loknum fimm umferðum á HM U14 í Durres í Albaníu. Josef fékk erfitt verkefni í 2. umferð þegar hann mætti stigahæsta keppanda flokksins, Kínverjanum Haochen Jiang sem skartar 2457 skákstigum. Josef leysti það verkefni vel og skildu þeir jafnir.

Í þriðju umferð gerði Josef aftur gott jafntefli, nú við Umut Anil Dogan (2238) frá Tyrklandi.

Í kjölfarið á þessum fína kafla komu tvö töp, fyrst í 4. umferð gegn Aditeya Das (2248) frá Bandaríkjunum og svo gegn Norðmanninum Mateja Krbacevic (1917).

Tefld er ein skák á dag, að undanskildum frídegi 10. okt. Tólf efstu borðin í flokknum eru í beinni útsendingu.

- Auglýsing -