Fjórða umferð EM landsliða fer fram í dag og hefst kl. 11:15. Liðið í opnum flokki mætir Georgíu 4 og kvennaliðið mætir sveit Finnlandi eins og svo oft áður.

Aleksandr Domalchuk-Jonasson hvílir í dag gegn heimamönnum. Ísland er með töluvert sterkara lið á pappírnum. Það er athyglisvert að tveir liðsmenn Georgíu hafa minna en 2000 skákstig. Ritstjóri veltir því fyrir sér af hverju þessir menn eru í liðinu en hefur ekkert gott svar við þeirri spurningu. Varamaður þeirra er stórmeistari en hvílir í dag sem gerir hlutina enn athyglisverðari.

Þess má geta að reglan með heimalið að þau eru tvö nema að það standi á stöku. Þá geta þau verið þrjú. Ástæðan fyrir fjórða georíska liðinu er sú að þátttökubeiðni frá Kósóvó barst mjög seint, eftir að skráningarfrestur rann út, og var samt orðið við henni. Þannig stóð aftur á stöku og fjórða liðið frá Georgíu fékk keppnisrétt.

Kvennaliðið mætir Finnlandi. Sveit sem við höfum mætt alloft. Í finnsku sveitina vantar þeirra sterkustu skákkonu Anastasiu Keinanen sem gaf ekki kost á sér vegna barnaeignar. Ísland er eilítið sterkara á pappírnum svokollaða. Jóhanna Björg hvílir í dag.

Guðrún Fanney að tafli í Batumi. Mynd: ECU

Vakin er athygli á beinum lýsingum frá umferðum.

Þar eru við stjórnvölinn WGM Keti Tsatsalashvili og GM Alojzije Jankovic.

- Auglýsing -