Íslensku sveitirnar töpuðu sínum viðureignum í 5. umferð Evrópumótsins landsliða í skák.

Íslenska sveitin í opnum flokki tapaði 3-1 gegn Austurríki.

Staðan leit vel út um tíma en bæði Vignir Vatnar Stefánsson og Dagur Ragnarsson höfðu vænlegar stöður.

Í kvennaflokki varð íslenska sveitin einnig að játa sig sigraða í viðureign gegn Litháen. Lokatölur 2,5 – 1,5 eftir mikla baráttu.

Lenka vann öruggan sigur á 1. borði en hörð barátta á neðri borðunum dugði ekki til að þessu sinni. Hallgerður Helga heldur áfram að standa sig mjög vel og gerði traust jafntefli.

- Auglýsing -