Sjötta og næstsíðasta umferð EM taflfélaga hefst kl. 12:15.

Það gekk að mörgu leyti ágætlega í gær og sumar sveitir með góð úrslit.

Bæði Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis verða í beinni í dag.

TR mætir sterkri slóvakískri sveit, Fjölnismenn tefla við sterka gríska sveit, Breiðablik gæti lent í sjávarháska gegnum enskum hákörlum og Akureyringar etja kappi við Georgíumenn. Andstæðingar Dímon eru spænskir. Kvennaliðið teflir við gríska sveit.

Viðureignir dagsins

Alls eru sex íslensk lið skráð til leiks af 122. Í opnum flokknum eru það:

  • Taflfélag Reykjavíkur (nr. 38)
  • Skákdeild Breiðabliks (nr. 43)
  • Skákdeild Fjölnis (nr. 46)
  • Skákfélag Akureyrar (nr. 58)
  • Dímon (nr. 99)
  • Auk þess teflir Óskar Bjarnason fyrir klúbb frá Lúxemborg.

Í kvennaflokki er kvennalið sem teflir undir nafni Íslands

  • Ísland (15)

Alls tefla 38 skákmenn fyrir Íslands hönd á Ródos og flestir sterkustu skákmenn þjóðarinnar. Aðeins fjórar þjóðir eru fjölmennari en Ísland sem er býsna magnað en það eru: England, Þýskaland, Holland og Grikkland.

- Auglýsing -