tg

Skákþing Garðabæjar 2025

Skákþing Garðabæjar 2025 hefst mánudaginn 3. nóvember

Mótsstaður: Miðgarður íþróttahús Vetrarmýri 18. 3. hæð. Garðabæ.

Umferðatafla:

1. til 4. umf. Mánudaginn 3. nóvember kl. 18.30
5. til 9. umf. Mánudaginn 10 nóvember. kl. 18.30

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar fer fram mánudaginn 17. nóvember. kl 19:00

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Aðalskákstjóri er Páll Sigurðsson.
upplýsingar tg@tafl.is

Tímamörk eru atskákir með umhugsun 15 mínútur og 5 sek á mann.

Mótið er opið öllum. Hjásetur eru ekki leyfðar

Verðlaun auk verðlaunagripa: 

Verðlaun. 1. sæti 50 þús. 2 sæti 25 þús, 3. sæti 10 þús. Skipt eftir Hort Kerfinu.
Aukaverðlaun (skiptast ekki og hver fær bara ein verðlaun)

Skákmeistari Garðabæjar 15 þús.
Efsta skákkona 15 þús.
Efsti TG ingur 15. þús.
Efsti skákmaður í hverjum 8 manna flokki utan stigahæstu manna (5-8) 15. þús.

Röð mótsstiga (tiebreaks):  1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis viðureign 4. fjöldi tefldra skáka 5. Sonnenborn-Berger. 

Mótið er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:

Félagsmenn Fullorðnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.

Aðrir. Fullorðnir 4000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2000 kr

Skráning: 

Þegar skráðir

IM/WIM og GM/WGM greiða ekki þátttökugjöld. Skákmeistari Garðabæjar 2024 er alþjóðlegi meistarinn Dagur Ragnarsson og Skákmeistari Taflfélags Garðabæjar árið 2024 er Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna.

- Auglýsing -