Wesley So Mynd: Lennart Ootes/Tata Steel Chess Tournament 2023

Nokkuð var um óvænt úrslit nú strax í 2. umferð á Heimsbikarmótinu í Goa á Indlandi. Kappskákhluta einvígjanna lauk í dag en fjölmörg einvígi í 2. umferð halda áfram á morgun í bráðabana. Nokkuð óvænt féllu gríðarlega sterkir skákmenn út nú í kappskákhlutanum!

Wesley datt mjög óvænt út gegn litháískum stórmeistara

Mesta athygli vakti brotthvarf Wesley So gegn Litháanum Titas Stremavicius. Litháinn tefldi feykivel og náði að yfirspila Wesley sem yfirleitt er ansi traustur skákmaður. Titas hafði kolunnið endatafl, +83.1 í tölvunum sem er nánast þvingað mát. Endataflið lengi erfitt og So gafst loks upp þegar hann taldi að öll von væri úti.

Á daginn kemur hinsvegar að staðan er jafntefli! 72…Kh4 73.Kf4 virðist vinna g-peðið en 73…h1=D 74.Bxh1 Kh3 75.Kf3 og svo 75…Kh2 bjargar taflinu. Leiki hvítur 76.Bg2 kemur 76…Kg1 og hvítur getur ekki drepið á g3 útaf patti.

77.Bh3 hjálpar ekkert þar sem 77…Kh2 setur á biskupinn og hvítur nær ekki að losa um sig!

Hrokagikkurinn Nepomniatchtchi er á leiðinni heim.

Nepo er einnig á leiðinni heim eftir mjög dapra skák með hvítu gegn indverskum stórmeistara

2700+ Indverjinn Aravindh tapaði fyrir samlanda sínum og er á leiðinni heim, stutt að fara sem betur fer!

Annar Indverji, Harikrishna fór á kostum og fórnaði drottningu snemma fyrir tvo menn. Jón Viktor skýrir skákina hér að neðan á YouTube og svo er hún í spilara fyrir neðan (ásamt skák Mishra og Saleh)

Gukesh, Erigaisi, Giri og Keymer fóru áfram, Erigaisi og Keymer mjög örugglega 2-0.

Abdusattorov, Mamedyarov, Hans Niemann og fleiri sterkir skákmenn þurfa að komast í gegnum bráðabanaeinvígin á morgun. Sama má segja um Vidit sem þarf að komast í gegnum hinn 12 ára Faustino Oro.

Útsending dagsins:

- Auglýsing -