Nokkuð var um óvænt úrslit nú strax í 2. umferð á Heimsbikarmótinu í Goa á Indlandi. Kappskákhluta einvígjanna lauk í dag en fjölmörg einvígi í 2. umferð halda áfram á morgun í bráðabana. Nokkuð óvænt féllu gríðarlega sterkir skákmenn út nú í kappskákhlutanum!

Mesta athygli vakti brotthvarf Wesley So gegn Litháanum Titas Stremavicius. Litháinn tefldi feykivel og náði að yfirspila Wesley sem yfirleitt er ansi traustur skákmaður. Titas hafði kolunnið endatafl, +83.1 í tölvunum sem er nánast þvingað mát. Endataflið lengi erfitt og So gafst loks upp þegar hann taldi að öll von væri úti.
Á daginn kemur hinsvegar að staðan er jafntefli! 72…Kh4 73.Kf4 virðist vinna g-peðið en 73…h1=D 74.Bxh1 Kh3 75.Kf3 og svo 75…Kh2 bjargar taflinu. Leiki hvítur 76.Bg2 kemur 76…Kg1 og hvítur getur ekki drepið á g3 útaf patti.
77.Bh3 hjálpar ekkert þar sem 77…Kh2 setur á biskupinn og hvítur nær ekki að losa um sig!

Nepo er einnig á leiðinni heim eftir mjög dapra skák með hvítu gegn indverskum stórmeistara
2700+ Indverjinn Aravindh tapaði fyrir samlanda sínum og er á leiðinni heim, stutt að fara sem betur fer!
Annar Indverji, Harikrishna fór á kostum og fórnaði drottningu snemma fyrir tvo menn. Jón Viktor skýrir skákina hér að neðan á YouTube og svo er hún í spilara fyrir neðan (ásamt skák Mishra og Saleh)
Gukesh, Erigaisi, Giri og Keymer fóru áfram, Erigaisi og Keymer mjög örugglega 2-0.
Abdusattorov, Mamedyarov, Hans Niemann og fleiri sterkir skákmenn þurfa að komast í gegnum bráðabanaeinvígin á morgun. Sama má segja um Vidit sem þarf að komast í gegnum hinn 12 ára Faustino Oro.
Útsending dagsins:


















