Dagana 24-25 nóvember fer fram Atskákkeppni taflfélaga. Mótshaldari er Taflfélag Reykjavíkur. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12.
Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt verður á 6 borðum auk varamanna. Varamaður kemur alltaf inn á neðsta borði. Hvert lið má senda allt að 3 sveitir til leiks.
Þátttakendur verða að tefla fyrir það félag sem þeir eru skráðir í samkvæmt félagagrunni íslenskra skákmanna. Skákmenn sem ekki eru skráðir í félag mega taka þátt í mótinu með einhverju félagi hvort sem þeir eru með stig eða ekki.
Hægt er að hafa 0.-4. varamenn. Halda þarf styrkleikaröðinni og varamenn koma alltaf í röð á eftir aðalmönnum. Skákmenn flakka ekki milli sveita (A-B, B-C) heldur er sami hópurinn í hverri sveit.
Þó verður hægt er að komast til móts við félög sem ná ekki sex manna sveit, með því að bjóða upp á í mesta lagi tvo lánsmenn með félagi sem sendir aðeins eina sveit til leiks. Sveit með lánsmenn innan sinna raða geta hins vegar ekki lent í verðlaunasæti í mótinu né hlotið titilinn Atskákmeistarar taflfélaga.
Liðstjórum ber að skila inn styrkleikalista sinna sveita áður en mótið hefst í tölvupósti til skákstjóra í síðasta lagi klukkan 16:00 mánudaginn 24.nóvember
Þátttökugjald sveita:
Reikningur fyrir þátttökugjöldum verður sendur á félög með kennitölu. Félög sem eru án kennitölu leggja inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur. Reikningsnúmer: 0101-26-640269 Kt: 640269-7669
A sveit 14.000 kr
B sveit 10.000 kr
C sveit 5.000 kr
Tímamörk:
10 mín + 5 sek
Dagskrá:
Mánudagur 24.nóv 19:00 Umferð 1-5
Þriðjudagur 25.nóv 19:00 Umferð 6-9
Verðlaungripir verða veittir fyrir þrjár efstu sveitirnar ásamt efstu b-sveitina
Oddastig (e. Tiebreaks)
- Liðsvinningar (e. match points)
- Vinningafjöldi
- Innbyrðis viðureign
Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Það lið sem hlýtur flest liðsvinninga (e.match points) hlýtur titilinn Atskákmeistarara taffélaga 2025. Ef lið verða jöfn á liðssvinnigum og vinninga fjölda gildir innbyrðis viðureign úr um röð sveita. Ef enn er jafnt milli efstu sveita verður haldin aukakeppni um titilinn.
Skákstjórn verður auglýst fljótlega















