FIDE birti at- og hraðskákstig 1. október síðastliðinn. Flestir af bestu skákmönnum Íslands voru að tefla kappskákir erlendis í október og því er óvenju lítil hreyfing meðal efstu manna og kvenna. Það mun að öllum líkindum breytast á næsta lista eftir atskákkeppni taflfélaga í næstu viku.
Atskák
Stigahæstu skákmenn og konur
Helgi Ólafsson (2496) er stigahæstur skákmanna en aðeins einn á topp 20 listanum tefldi atskák í október. Lenka Ptácníková (2145) er stigahæst kvenna

Ungir og gamlir
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2287) er stigahæstur ungra skákmanna Helgi Ólafsson (2496) er stigahæstur á vizkualdrinum.

Hraðskák
Stigahæstu skákmenn og konur
Vignir Vatnar Stefánsson (2614) hækkaði um 5 stig í mánuðinum og er langstigahæstur íslenskra skákmanna í harðskák. Olga Prudnykova (2116) er stigahæst skákkvenna en bæði Lenka Ptácníková (2106) og Guðrún Fanney Briem (2069) nálgast hana.

Ungir og gamlir
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2286) er stigahæstur ungra skákmanna en bæði Adam Omarsson (2259) og Ingvar Wu Skarphéðinsson (2259) nálguðust hann í mánuðinum. Hannes Hlífar Stefánsson (2425) er stigahæstur á vizkualdrinum.

Breytingar
Igor Trzonek (1576) úr Breiðabliki hækkaði mest í atskák eða um 80 stig en í hraðskák var það áðurnefnd Guðrún Fanney (2069) einnig úr Breiðablik sem hækkaið mest eða um 85 stig.

Fjöldi
Anh Hai Tran (1589) og Björgvin Kristbergsson (1503) tefldu báðir 15 atskákir í mánuðinum en að vanda var Kristján Örn Elíasson (2001) með flestar hraðskákir eða 39.

Nýliðar
Það sést á nýliðalistanum að vel sótt barnaskákmót KR eru farin að skila krökkum inn á atskákstigalista. Rakshat Murali Krishna (1685) er stigahæstur nýliða.
Í hraðskák kemur Kristján Jóhannsson (1648) stigahæstur inn á lista.


















