Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram 19.-21. desember.
Teflt verður húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.
Mótið er opið öllum ungmennum, fæddum 2005 og síðar, sem tekið hafa þátt í starfsemi á vegum Skákskóla Íslands.
Engin þátttökugjöld.
Dagskrá:
1.-4. umferð kl. 17:00-20:00 föstudaginn 19. desember (atskákir, 15+5)
5. umferð kl. 11:00 laugardaginn 20. desember
6. umferð kl. 17:00 laugardaginn 20. desember
7. umferð kl. 11:00 sunnudaginn 21. desember
Í fyrstu fjórum umferðunum verða tímamörk:
15+5, 15 mínútur á alla skákina auk 5 sekúndna sem bætast við við hvern leik.
Í umferðum 5-7 verða tímamörk:
90+30, 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við við hvern leik.
Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.
Skráning er til kl. 17:00, fimmtudaginn 18. desember.
Verðlaun:
1. sæti: Ferðakostnaður á skákmót að verðmæti 50 þúsund kr. Veglegur verðlaunagripur og sæmdarheitið Meistari Skákskóla Íslands.
2. sæti: Ferðakostnaður á skákmót að verðmæti 30 þúsund kr.
3.sæti: Úttekt hjá Chessable, 15.000 kr.
Veitt verða aukaverðlaun fyrir bestan árangur miðað við eigin skákstig í eftirfarandi aldursflokkum:
17-20 ára
14-16 ára
11-13 ára
10 ára og yngri
Verði keppendur jafnir að vinningum skal teflt um það hver telst sigurvegari mótsins. Mótsstig eru látin gilda um önnur sæti.
1. Buchholz -1
3. Sonneborn Berger
4. Innbyrðis viðureign
Miðað er við að einungis sé hægt að vinna til einna verðlauna. Verðlaunaafhending fer fram strax að móti loknu.














