Fabiano Caruana (2822) var í miklum ham á Tata Steel-mótinu í Wijk aan Zee sem lauk í fyrrdag. Hann var með 10 vinningum í 13 skákum. Gerði sex jafntefli og vann sjö skákir. Hlaut 6½ vinning í síðustu sjö skákum. Fékk heilum tveim vinningum meira en Magnús Carlsen (2872) sem varð annar. Wesley So (2765) varð þriðji. Munurinn á Carlsen og Caruana minnkaði um 30 stig á mótinu! Sá norski lækkaði um 10 stig en sá bandaríski hækkaði um 20 stig. Sjá hér.
Lokastaðan

Sjá nánar á Chess.com.
- Auglýsing -














