Öllum skákáhugakrökkum á grunnskólaaldri er boðið til þátttöku á hið árlega TORG skákmót Fjölnis sem nú verður haldið í 16. sinn laugardaginn 1. febrúar. Mótið er afar vinsælt meðal barna og unglinga enda vinningar margir og ókeypis veitingar í skákhléi.
Teflt í hátíðarsal Rimaskóla og hefst mótið kl 11:00 og lýkur kl. 13:15 með verðlaunahátíð. Þátttakendur hvattir til að mæta snemma til skráningar.
– Tefldar 6 umferðir, 5 mín + 2 sek á leik
– 40 verðlaun og happadrætti í lok móts – Hátt vinningshlutfall
– Sigurvegarar í þremur flokkum fá eignarbikar
– Hagkaup og Emmess bjóða upp á ókeypis veitingar
– Ókeypis þátttökugjald
– Kaffihús og frábær aðstaða fyrir foreldra á mótsstað
– Heiðursgestur 2020 er stórmeistarinn HJörvar Steinn Grétarsson, stigahæsti skákmaður Íslands og fyrrum nemandi í Rimaskóla
– Skákstjórn: Helgi Árnason og Páll Sigurðsson
Mætið krakkar á eitt skemmtilegasta skákmót ársins 2020
Skákdeild Fjölnis














