Nakamura féll úr leik þegar hann tapaði klaufalega fyrir Shankland í lokaumferðinni.

Undankeppni Operu Euro Rapid-mótsins lauk í gær á Chess24. Magnús Carlsen og Anish Giri urðu efstir og jafnir. Hikaru Nakamura og Ian Nepomniachtchi voru meðal þeirra sem ekki komust áfram. Carlsen mætir Daniil Dubov í átta manna úrslitum en Dubov lagði hann einmitt að velli á átta manna úrslitum á síðasta móti.

 

Átta manna úrslit hefjast kl. 16. Tefld eru tvö einvígi og til þrautar með skemmri umhugsunartíma sé þess þörf.

Nánar á Chess24.

 

- Auglýsing -