Átta skákmenn úr U25 hópnum eru á leiðinni í skákvíking til Tékklands í sumar. Ferðin byrjaði sem hugmynd þriggja af okkar efnilegustu skákmanna, þróaðist svo í hópferð Blika með fulltingi byggingafyrirtækisins MótX og svo bættust smám saman við ferðina fleiri efnilegir skákmenn og taflfélög. Birkir Karl fer sem fararstjóri og þjálfari á fyrsta mótið (Prag Open) í samvinnu Breiðabliks og SSON. Mótin eru nokkuð hagstæð kostnaðarlega þar sem PlayAir flýgur beint og ódýrt til Prag í sumar. Hvert mót er að kosta í kringum 120þús. Tilvalið fyrir fleiri unga skákmenn að slást í för t.d. á Prag Open þar sem boðið er upp á íslenska fararstjórn.
Í kjölfarið á þessari ferð fer svo Gauti Páll á tvö mót í Tékklandi (Czech Open – Pardubice og Sommer Prague Open). Samtals eru þetta fimmtán mót og 135 alþjóðlegar kappskákir á rúmum mánuði, það verður sól í sumar!
Hannes Hlífar vann Prag Open árið 2019 og verður aftur þátttakandi í ár, einnig tekur hann þátt í lokuðum flokki á Ceske Budejovice Chess Festival. Lenka Ptachnikova tekur þátt í Teplice Open ásamt sonum sínum þeim Adam og Jósef.
Prag Open með fararstjórn
10.-17.júní. (flug 9.-19.júní)
IM Vignir Vatnar Stefánsson (19ára) 2496. – Breiðablik
IM Hilmir Freyr Heimisson (21árs) 2323 – Breiðablik
Alexandr Domalchuk-Jónasson (17ára) 2190 – SSON
Alexander Oliver Mai (19ára) 2168 – TR
Benedikt Briem (16ára) 2146 – Breiðablik
Birkir Karl Sigurðsson fararstjóri og þjálfari – Breiðablik
Mót nr 2 (ætluðum á Teplice Open 18.-26.júní, en það fylltist, leit stendur yfir að staðgengilsmóti)
IM Vignir Vatnar Stefánsson (19ára) 2496. – Breiðablik
Festival di Giugno Treviso, Villorba Ítalíu (rétt við Feneyjar)
20.-26.júní (flug Prag-Feneyjar-Prag 20.-27.júní – einnig hagstætt að fara frá Íslandi í gegnum Mílanó + lest)
IM Hilmir Freyr Heimisson (21árs) 2323 – Breiðablik
Alexander Oliver Mai (19ára) 2168 – TR
Ceske Budejovice Chess Festival
1.-9.júlí. (flug 30.júní -10.júlí)
IM Vignir Vatnar Stefánsson (19ára) 2496. – Breiðablik
IM Hilmir Freyr Heimisson (21árs) 2323 – Breiðablik
Alexander Oliver Mai (19ára) 2168 – TR
Birkir Ísak Jóhannsson (20ára) 2131 – Breiðablik
Arnar Milutin Heiðarsson (19ára) – Breiðablik
Draumurinn er að hægt verði að fara sambærilega skákferð árlega.











