Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Eiríkur K. Björnsson og Gauti Páll Jónsson. Þátttökugjald er 500kr. en frítt er fyrir 17 ára og yngri.

Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).

——-

Mótsstjórinn Gauti Páll Jónsson, og fyrrum formaður TR Kjartan Maack, urðu efstir og jafnir á þriðjudagsmótinu þann 23. ágúst með 4.5 vinning af 5 eftir innbyrðis jafntefli í lokaumferðinni. Gauti Páll varð aðeins hærri á oddastigum þótt það munaði ekki miklu. Lokaskákin var spennandi og Gauti rétt slapp með fráskák í erfiðri vörn. 24 skákmenn mættu til leiks að þessu sinni og hlaut Mohammadhossein Ghasemi árangursverðlaunin, en hann er stigalaus og fékk 3.5 vinning, með árangur upp á 1611 stig. Halldór Kristjánsson og Sveinbjörn Jónsson fengu einnig 3.5 vinning og Brynjar Bjarkason fékk 4 vinninga.

Stöðu og öll úrlsit mótsins má nálgast á chess-results.

——–

Dagskrá Þriðjudagsmóta TR fram að áramótum verður svona:

September 

6. september, 13. september, 20. september, 27. september.

Október 

4. október, 11. október, 18. október, 25. október

Nóvember

1. nóvember, 15. nóvember, 22. nóvember.

Þriðjudaginn 8. nóvember fellur niður mót vegna Atskákkeppni Taflfélaga.

Þriðjudaginn 29. nóvember fellur niður mót vegna Atskákmóts Reykjavíkur.

Desember 

13. desember, 20. desember.

Þriðjudaginn 6. desember fellur niður mót vegna Bikarmóts TR

Þriðjudaginn 27. desember fellur niður mót vegna Íslandsmótsins í atskák.

 

- Auglýsing -