Lenka Ptacnikova heldur sinni góðu byrjun áfram á opna Íslandsmóti kvenna. Lenka lagði í dag stallsystur sína, Jóhönnu Björk Jóhannsdóttur og er ein keppenda með fullt hús.
Lenka beitti Jobava London kerfinu. Svo virðsit vera sem Jóhanna hafi ekki haft gott svar á reiðum höndum og fór byrjun hennar algjörlega forgörðum. Jóhanna komst aldrei inn í skákina og Lenka vann auðveldan sigur.
Olga Dolzhykova og Oksana Kryger gerðu jafntefli í sinni skák sem þýðir að Lenka hefur nú vinningsforskot.
Liss tefldi London kerfið en stigahæsta skákkonan, Anastasia Nazarova mætti vel undirbúin til leiks og tefldi hvasst afbrigði sem gaf svörtum yfirhöndina.
Sylvia Johnsen tefldi frumlega í byrjuninni en kannski of frumlega og Alena Ayzenberg náði loks sínum fyrsta sigri eftir erfiða baráttu við íslensku stelpurnar.
Iðunn Helgadóttir hafði betur gegn Guðrúnu Fanney í uppgjöri tveggja ungra skákkvenna á hraðri uppleið.
Katrín lenti í erfiðri vörn gegn Sylvíu Johnsen þar sem sú norska hafði betur.
Lenka er ein efst með vinningsforskot. Fimm skákkonur koma í humátt á eftir og spennan gæti orðið mikil í næstu umferðum.

Lenka mætir Oksönu Kryger í 4. umferðinni. Iðunn Helgadóttir hefur farið vel af stað og mætir Ogu Dozhikovu.

















