TR vann sigur í fyrra.

Íslandsmót barna- og unglingasveita (taflfélaga) 2023 fer fram sunnudaginn, 5 nóvember í Miðgarði, fjölnotaíþróttahúsinu í Garðabæ. Taflmennskan hefst kl. 13 á 2 og 3 hæð. Liðstjórar staðfesta lið sín ekki seinna en kl. 12:45

Boðið verður upp á 3. flokka:

A flokkur. Sigurvegari þessa flokks er Íslandsmeistari. 7. umf. B flokkur. Miðað við meðalstig 1000 eða minna. 5-7 umf. C flokkur Meðlimir sveita eru í 1-3 bekk. Allt að 5. umf.

Mótið er fyrir skákmenn fædda 2008 og síðar.

Tímamörk verða 8 mínútur + 3 sek á hvern leik.

Þátttökugjöld eru 8.000 kr. fyrir A lið og 4.000 kr. fyrir hvert lið eftir það. Hámarksgjald fyrir félag er 20.000. kr

Mótið (A flokkur) verður reiknað til alþjóðlegra at-skákstiga. A og B lið hvers félags tefla saman í fyrstu umferð séu þau í sama flokki

Skráningarfrestur liða þarf að skila inn eigi síðar en kl. 23:59 fimmtudaginn 2. nóvember.

Verðlaun og oddastig

Veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar í a-flokki, b-flokki og c-flokki

*Oddastig séu sveitir jafnar að vinningum

1. Stig (match point)

2. Innbyrðis viðureign

3. Sonneborn-Berger

4. Hlutkesti

- Auglýsing -