EM landsliða fer fram í Budva í Svartfjalllandi 10-21. nóvember. Ísland sendir lið í opnum flokki og kvennaflokki. Fram að móti verður liðsmenn kynntir til leiks hver á fætur og öðrum í EM-faranum. Við byrjum á Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur.
Nafn?
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
Borð?
4. borð
Hver kenndi þér að tefla og hvað varstu gamall/gömul?
Ég var fjögurra ára, og bróðir minn hann Hilmar var þá byrjaður í skákinni og mér þótti spennandi að fylgjast með og læra. Einnig byrjaði ég í Ísaksskóla um það leyti, þar sem Anton skólastjóri sá um skákkennslu.
Uppáhaldsskákmaður?
Karpov
Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir EM landsliða?
Tefldi á mótum í sumar á Korsíku og í Albaníu. Einnig reyni ég að gera daglegar taktík æfingar ásamt því að renna yfir helstu byrjanir.
Hluti af hvaða landi var Svartfjallaland áður en það hét bara Svartfjallaland? (bannað að nota Google!).
Serbía og Svartfjallaland hljómar kunnuglega.
Hversu oft hefur þú farið á EM landsliða?
Þetta verður þriðja ferðin mín á EM landsliða, fór fyrst til Póllands 2013 og svo til Slóveníu 2021.
Hvaða lönd eiga landamæri að Svartfjallandlandi (Google bannað!!) – Vísbending: Landið á landamæri að fimm löndum.
Albanía, Serbía og Kósovó. Ætli hin tvö séu ekki Bosnía og Króatía?
Hver verður fyrsti áskorandi Ding Liren?
Spái Caruana
Hvað heitir núverandi heimsmeistari kvenna (Google bannað!)
Þær voru tvær kínverskar sem tefldu um titilinn, held að það hafi verið Ju Wenjun sem vann.
Hver er þín skrautlegasta sigurskák?
Væri auðveldara að velja þónokkrar af hliðarlínunni frá liðsfélaga mínum henni Jóhönnu 🙂 En jú, meðfylgjandi skák var úr seinustu umferð af Ólympíumótinu á Indlandi í fyrra á móti Laura Stoeri frá Sviss. Mótið hafði ekki gengið alltof vel og mikið undir fyrir sjálfa mig að ná úrslitum í seinustu umferð og sérílagi á móti Sviss, þar sem ég hef búið seinustu 8 ár. Ég tefldi í fyrsta skipti hvassa línu í Ítalanum og lenti í miklum vandræðum, en náði að snúa á hana þegar við vorum báðar komnar í mikið tímahrak (með ónefndan þjálfara íslenska liðsins í stressi á hliðarlínunni).
Hver eru þín markmið á mótinu?
Einfalt: Gera mitt allra besta
Áfram?
Gakk?
Eitthvað að lokum?
Hvet fólk að fylgjast með og styðja við íslensku liðin meðan á móti stendur. Áfram Ísland!
















