Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2529) stendur í stöngu á HM öldunga 50+ á Ítaliú. Í dag fór fram sjötta umferð mótsins og mætti Hannes þýska stórmeistaranum Klaus Bischoff (2473). Þjóðverjinn stýrði hvítu mönnunum og tefldi enska leikinn. Fljótlega kom upp sikileyjarvörn me skiptum litum. Hannes hafði fína stöðu en náði aldrei að setja nægjanlega pressu á Bischoff sem bauð jafntefli í miðtaflinu sem Hannes samþykkti.
Hannes hefur nú 4,5 vinning og góðu fréttirnar voru þær að allar skákir á efstu borðunum enduðu með jafntefli þannig að Hannes er enn hálfum vinningi í 5-10. sæti.
Í sjöundu umferð fær Hannes hvítt á danska alþjóðlega meistarann Uffe Vinter-Schou (2345).
- Mótið á chess-results
- Beinar útsendingar á lichess
- Beint á Chess24
- Auglýsing -















