Omar Salama í Sögu í gær. Mynd: Útvarp Saga.

Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Í gær mætti Omar Salama í settið í Skipholtinu. Í kynningu um þátttinn segir meðal annars:

Gestur Kristjáns Arnar í skákþættinum í gær var Omar Salama alþjóðlegur skákdómari, skákkennari og eigandi ferðaskrifstofunnar Kleopatra Tours. Omar er frá Egyptalandi en hann fæddist í borginni Alexandríu árið 1980. Þegar hann var 24 ára gamall fluttist hann til Íslands. Hann var varaforseti Skáksambands Íslands um tíma, kosinn framkvæmdastjóri Skáksambands Norðurlanda árið 2021 og sat í skákdómaranefnd Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) í 8 ár. Hann hefur gegnt fjölda starfa fyrir íslenska skákhreyfingu og fyrir alheimsskákhreyfinguna, verið vinsæll og eftirsóttur, og ferðast út um allan heim í störfum sínum. Í þættinum talar Omar um unga syni sína, Adam og Jósef, sem eru efnilegir skákmeistarar og skákstarfið á leikskólanum Laufásborg sem hann hóf fyrir nokkrum árum og margt annað áhugavert og skemmtilegt svo sem ferðalög um heimaland sitt, Egyptaland.

Þátturinn á Spotify

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

 

- Auglýsing -