Vignir Vatnar Stefánsson var nýlega valinn í íslenska landsliðið sem teflir á Ólympíumótinu í Búdapest í september. Vignir er nú einmitt staddur í Búdapest „að kynna sér aðstæður“ en hann teflir á SixDays Budapest May sem eins og nafnið gefur til kynna er sex daga mót. Tefldir eru þrír tvöfaldir dagar og var sá fyrsti í dag en mótið hófst á einfaldri umferð í gær!
Í fyrstu umferðinni í gær mætti Vignir bandaríska alþjóðlega meistaranum Maximillian Lu (2372).

Vignir hafði svart og tefldi drottingarbragð af öryggi og dagsskipunin greinilega að teflt traust og bíða átekta. Vignir fór að taka frumkvæðið í kringum 20. leik þegar hann fór í aðgerðir á drottningarvæng og fékk gott biskupapar. Vignir beitti biskupunum frábærlega í baráttunni við riddarapar Lu og náði sér í sigur.
Í dag var tvöföld umferð og mætti Vignir reyndum ungverskum stórmeistara í fyrri umferðinni, Tamas Fodor Jr. (2486) sem er einmitt fyrrverandi samherji greinarhöfunds með Cheddleton í bresku deildakeppninni.

Vignir beitti fianchetto-afbrigðinu gegn Grunfeld og náði undirtökunum í miðtaflinu. Frumkvæði Vignis skilaði sér í því að Fodor sá sig knúinn til að fórna skiptamun, fórn sem stenst ekki. Ungverjinn hélt í veika von sem fólst í hættulegri staðsetningu h-peðs hans á h3.
Hér hefði Vignir getað grandað þessum mótspils-möguleikum með 32.Dg4! og peðið á h3 mun falla. Hvítur á frábæra vinningsmöguleika þar. Þess í stað lék Vignir 32.Dh4? og eftir 32…Bd2 33.Hf1 náði svartur að halda h3 peðinu með 33…Dc8 og hættulegt spil hans enn á lífi.
Næstu leikir snerumst um að svartur reyndi að koma drottningu sinni á f3 og ná „Lolla-máti“ eins og það er kallað en Vignir reyndi að verjast því taktískt en varð því miður undir í þeirri baráttu og varð að lúta dúk.
Vignir fékk svo svart á tyrkneska FIDE meistarann Attila Kuru (2312) ungur strákur fæddur 2011. Vignir beitti franskri vörn og líkt og í 1. umferð fékk hann þægilegt tafl með biskupaparið. Vignir náði svo að breyta því í endatafl peði yfir og náði að vinnur úr því nokkuð stórslysalaust.
Vignir hefur því 2 vinninga úr 3 skákum, allar unnust þær á svart. Efstur er Tamas Fodor með fullt hús

- Mótið á chess-results














