
Vignir Vatnar Stefánsson vann sigur í sjöundu umferð á Budapest Spring Festival og er með 5 vinninga að loknum 7 umferðum.
Vignir mætti Sultan Chubakov (2304) frá Kyrgystan. Vignir fékk valdað frípeð á d6 með hvítu nokkuð snemma í miðtaflinu og sigurinn virtist nokkuð auðveldur hjá okkar manni.
Í áttundu umferðinni mætir Vignir margreyndum ungverskum landsliðsmanni Ferenc Berkes (2618) sem er feykisterkur og reyndur skákmaður. Vignir hefur svart.
Sigurbjörn Hermannsson (1861) teflir í b-flokki og tapaði í 7. umferð gegn Sandor Horvarth (1800). Sigurbjörn hefur 2 vinninga og mætir Dora Hangyal (1690) í 8. umferðinni.
- Auglýsing -















