Adam vann í dag.

Fjórða umferð Czech Open í Pardubice fór fram í gær, mánudaginn 28. júlí og íslensku keppendurnir héldu áfram að berjast á þessu sterka alþjóðlega móti.

Lenka Ptáčníková sat við 49. borð gegn CM Michael Miazhynski (2288) frá Austurríki. Lenka, sem var með 1,5 vinning eftir þrjár umferðir, náði ekki úrslitum að þessu sinni. Hún hefur nú 1,5 vinning eftir fjórar umferðir en hefur mætt mjög sterkum andstæðingum.

Josef Omarsson mætti FM Arsenijs Savicevs (2211) frá Lettlandi við 70. borð og hann beið lægri hlut. Josef hefur nú 1 vinning eftir fjórar umferðir.

Adam Omarsson náði hins vegar í sinn fyrsta sigur eftir erfiða byrjun. Hann vann David Fruth (2082) frá Þýskalandi á 88. borði og jafnaði þar með Lenku með 1,5 vinning.


Staðan eftir 4 umferðir:

  • Lenka Ptáčníková – 1,5 vinning

  • Adam Omarsson – 1,5 vinning
  • Josef Omarsson – 1 vinning

Sigurbjörn Hermannsson tapaði gegn Ben Beduschi(1980) frá Þýskalandi.

Fimmta umferð er nú í gangi í Pardubice.

- Auglýsing -