Undanrásir Íslandsmótsins í netskák fara fram í kvöld, miðvikudaginn 27. ágúst á Chess.com og hefstjast kl. 19.30.

Til að hafa keppnisrétt þurfa viðkomandi að hafa rétt á því að tefla fyrir Íslands hönd og vera meðlimir í TeamIceland á Chess.com.

Tengillinn á mótið er: https://www.chess.com/play/tournament/5884883. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 3+2. Sjö efstu + efsta konan fá keppnisrétt í úrslitum.

Mótsstig Chess.com gildir séu menn jafnir að vinningum. Ef Chess.com styttir mótið v/fjölda þátttakanda þá gildir sú stytting. Í stuttu máli sagt – allar reglur Chess.com gilda.

Það er nauðsynlegt að skrá rétt nafn í skráningarformið til að eiga möguleika að fá sæti í úrslitunum. Þeir sem hafa þegar keppnisrétt í úrslitunum mega ekki tefla í undanrásunum. 

Mótið er í umsjón Rafíþróttasambands Íslands í nánu samstarfi við Skáksamband Íslands. Beinar útsendingar verða á Símanum Sport.

Mótið fer fram með áþekku fyrirkomulagi og á síðasta ári. Sjálf 16 manna úrslitin hefjast 7. september.

Keppendur í 16 manna úrslitum verða valdir á eftirfarandi hátt.

  1. Keppendur sem komust í átta manna úrslita á Síminn Invitational vorið 2025 (varamenn úr undanrásunum núna)
  2. Þrír stigahæstu skákmenn landsins með virk FIDE-hraðskákstig 1. ágúst 2025 sem falla ekki undir nr. 1 (varamenn næstu virku menn á hraðskákstigum)
  3. Fjórir efstu í undanrásunum sem fram fara 27. ágúst (varamenn úr undanrásunum)
  4. Efsta kona í undanrásunum sem fram fara 27. ágúst (varamenn næstu konur úr undanrásunum) Ef kona nær að tryggja sig inn í gegnum undanrásirnar (lið 3) bætist þetta sæti við undanrásirnar óháð kyni.

Í úrslitakeppninni verða tefld sex skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 3½ vinning. Í úrslitum verður 10 skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 5½ vinning.

Gert er ráð fyrir að úrslitin fari fram 30. nóvember. Nánar verður greint frá fyrirkomulagi og dagsetningum úrslitakeppninnar á næstu dögum.

Verðlaun í aðalkeppninni

  1. 175.000 kr.
  2.   75.000 kr.

Engin verðlaun, nema keppnisréttur í úrslitakeppninni, eru í undanrásunum.

Eftirtaldir hafa þegið boð um þátttöku. Átta sæti verða í boði í undanrásunum.

  1. GM Vignir Vatnar Stefánsson (átta manna úrslit)
  2. IM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (átta manna úrslit)
  3. GM Bragi Þorfinnsson (átta manna úrslit)
  4. FM Ingvar Þór Jóhannesson (átta manna úrslit)
  5. FM Símon Þórhallsson (átta manna úrslit)
  6. GM Helgi Áss Grétarsson (skákstig)
  7. IM Björn Þorfinnsson (skákstig)
  8. GM Jóhann Hjartarson (skákstig)
  9. Undanrásir
  10. Undanrásir
  11. Undanrásir
  12. Undanrásir
  13. Undanrásir
  14. Undanrásir
  15. Undanrásir
  16. Undanrásir (kona)
- Auglýsing -