Undanrásir Íslandsmótsins í netskák fara fram í kvöld, miðvikudaginn 27. ágúst á Chess.com og hefstjast kl. 19.30.
Til að hafa keppnisrétt þurfa viðkomandi að hafa rétt á því að tefla fyrir Íslands hönd og vera meðlimir í TeamIceland á Chess.com.
Tengillinn á mótið er: https://www.chess.com/play/tournament/5884883. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 3+2. Sjö efstu + efsta konan fá keppnisrétt í úrslitum.
Mótsstig Chess.com gildir séu menn jafnir að vinningum. Ef Chess.com styttir mótið v/fjölda þátttakanda þá gildir sú stytting. Í stuttu máli sagt – allar reglur Chess.com gilda.
Það er nauðsynlegt að skrá rétt nafn í skráningarformið til að eiga möguleika að fá sæti í úrslitunum. Þeir sem hafa þegar keppnisrétt í úrslitunum mega ekki tefla í undanrásunum.
- Skráningarform
- Þegar skráðir keppendur
- Tengill á mótið á chess.com (Mótið opnar 1 klst. áður en það hefst)
Mótið er í umsjón Rafíþróttasambands Íslands í nánu samstarfi við Skáksamband Íslands. Beinar útsendingar verða á Símanum Sport.
Mótið fer fram með áþekku fyrirkomulagi og á síðasta ári. Sjálf 16 manna úrslitin hefjast 7. september.
Keppendur í 16 manna úrslitum verða valdir á eftirfarandi hátt.
- Keppendur sem komust í átta manna úrslita á Síminn Invitational vorið 2025 (varamenn úr undanrásunum núna)
- Þrír stigahæstu skákmenn landsins með virk FIDE-hraðskákstig 1. ágúst 2025 sem falla ekki undir nr. 1 (varamenn næstu virku menn á hraðskákstigum)
- Fjórir efstu í undanrásunum sem fram fara 27. ágúst (varamenn úr undanrásunum)
- Efsta kona í undanrásunum sem fram fara 27. ágúst (varamenn næstu konur úr undanrásunum) Ef kona nær að tryggja sig inn í gegnum undanrásirnar (lið 3) bætist þetta sæti við undanrásirnar óháð kyni.
Í úrslitakeppninni verða tefld sex skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 3½ vinning. Í úrslitum verður 10 skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 5½ vinning.
Gert er ráð fyrir að úrslitin fari fram 30. nóvember. Nánar verður greint frá fyrirkomulagi og dagsetningum úrslitakeppninnar á næstu dögum.
Verðlaun í aðalkeppninni
- 175.000 kr.
- 75.000 kr.
Engin verðlaun, nema keppnisréttur í úrslitakeppninni, eru í undanrásunum.
Eftirtaldir hafa þegið boð um þátttöku. Átta sæti verða í boði í undanrásunum.
- GM Vignir Vatnar Stefánsson (átta manna úrslit)
- IM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (átta manna úrslit)
- GM Bragi Þorfinnsson (átta manna úrslit)
- FM Ingvar Þór Jóhannesson (átta manna úrslit)
- FM Símon Þórhallsson (átta manna úrslit)
- GM Helgi Áss Grétarsson (skákstig)
- IM Björn Þorfinnsson (skákstig)
- GM Jóhann Hjartarson (skákstig)
- Undanrásir
- Undanrásir
- Undanrásir
- Undanrásir
- Undanrásir
- Undanrásir
- Undanrásir
- Undanrásir (kona)
















