Skráning
Setja í mitt dagatal
Hvenær:
29. september, 2025 @ 19:30 – 30. september, 2025 @ 21:30
2025-09-29T19:30:00+00:00
2025-09-30T21:30:00+00:00
Hvar:
Skákskóli Íslands
Faxafen 12
108 Reykjavík
Ísland
Faxafen 12
108 Reykjavík
Ísland
Tengiliður:

Skákskóli Íslands stendur fyrir skákþjálfaranámskeiði dagana 29. og 30. september. Námskeiðið er opið öllum áhugasömum en er sérstaklega ætlað fyrir þá sem eru að sinna skákþjálfun innan skóla eða skákfélaga – og fyrir þá sem hafa áhuga á því að reyna fyrir sér í skákþjálfun.
Dagskrá námskeiðsins:
Mánudagur 29. september – 19:30 – 21:30
Þriðjudagur 30. september – 19:30 – 21:30
Helstu áhersluatriði á námskeiðinu:
-
Uppsetning kennslustunda og æfinga
-
Kennsluefni – hvað á að kenna og hvernig?
-
Nýting tækninnar í skákkennslu
-
Hópastjórnun, samskipti og agamál
-
Skákþjálfun stúlkna í stórum hópum
-
Kennsla barna með taugaþroskaraskanir
Námskeiðið fer fram í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.
Einnig verður námskeiðið sent út í gegnum fjarfund fyrir þá sem komast ekki á staðinn.
Einnig verður námskeiðið sent út í gegnum fjarfund fyrir þá sem komast ekki á staðinn.
Fullt námskeiðsgjald er 15.000 kr. en starfandi þjálfarar við skákfélög greiða einungis 10.000 kr. Félögin eru hvött til þess að senda sína þjálfara á námskeiðið.
Viðkomandi fær reikning fyrir námskeiðsgjöldum. Athugið að hægt er að sækja um endurgreiðslu kostnaðar til stéttarfélaga þar sem það á við.
Skráning
Nánari upplýsingar veitir Björn Ívar Karlsson skólastjóri Skákskóla Íslands (bjorn@skaksamband.is)
- Auglýsing -