Ísfirðingurinn ungi og stórefnilegi, Karma Halldórsson (1660), er eini fulltrúi Íslands á HM barna sem fram fer í Almaty í Kasakstan. Karma teflir í u-12 flokki. Mótið er gríðarlega sterkt. Margir sterkir keppendur frá Asíu og Austur-Evrópu.
Karma tapaði tveimur fyrstu skákunum gegn mjög sterkum skákmönnum. Hann hefur gert jafntefli í tveimur síðustu skákunum og hefur 1 vinning að loknum fjórum umferðum.
- Auglýsing -