Íslenska liðið í opnum flokki að tafli í fyrstu umferð. Mynd: ECU

Þriðja umferð EM landsliða fer fram í dag og hefst kl. 11:15. Liðið í opnum flokki mætir sveit Kósóvó eins og svo oft áður. Kvennaliðið mætir sveit Austurríki.

Hannes Hlífar Stefánsson hvílir í dag. Ísland er töluvert sterkara á pappírnum og okkar menn stigahærri á öllum borðum. Kósóvar eru þau sýnd veiði en ekki gefin.

Kvennaliðið mætir sveit Austurríki sem er töluvert sterkari á pappírnum. Gaman frá því að segja að Austurríki hefur mætt sömu sveitum og Ísland. Náðu mjög óvænt jafntefli gegn Úkraínu í fyrstu umferð. Þær austurrísku eru stigahærri á öllum borðum. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hvílir í dag.

Vakin er athygli á beinum lýsingum frá umferðum.

Þar eru við stjórnvölinn WGM Keti Tsatsalashvili og GM Alojzije Jankovic.

- Auglýsing -