Laugararnar þrjár, Guðlaug Þorsteinsdóttir (2011), Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1737) og Áslaug Kristinsdóttir sitja þessa dagana að tafli á HM öldunga í Gallipoli á Ítalíu. Þær voru um áratugaskeið hryggjastyggið í ólympíuliði landans. Þær tefla í ungmennaflokki (50+).
Þegar átta umferðum af ellefu er lokið hefur Guðlaug hlotið 4 vinninga en Sigurlaug og Áslaug 3 vinninga hvor. Mótinu verður framhaldið í dag.
- Auglýsing -















