Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 fer fram dagana 13.–16. nóvember 2025 í Rimaskóla, Reykjavík.

Fyrsta umferð hefst kl. 19 og verður liðsskipan liðanna aðgengileg kl. 18. Ekki verða beinar útsendingar frá fyrstu umferð. Byrjar í 2. umferð

Minnt er á heimasíðu mótsins þar sem meðal annars má finna styrkleikaraðaða lista þátttökuliða

Mótsupplýsingar:

Fyrsta umferð í úrvalsdeild hefst fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:00. Aðrar deildir hefjast föstudaginn 14. nóvember kl. 19:00. Teflt verður laugardaginn 15. nóvember kl. 11:00 og 17:30, og síðasta umferð fyrri hlutans fer fram sunnudaginn 16. nóvember kl. 11:00. Allar deildir hefjast á sama tíma nema annað sé tekið fram.

Tímamörk:

  • Úrvalsdeild: 90 mínútur fyrir fyrstu 40 leiki, auk 15 mínútna eftir 40 leiki, með 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
  • Aðrar deildir: 90 mínútur á skákina með 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.

Síðari hluti mótsins:

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 er áætlaður dagana 5.–8. mars 2026.

- Auglýsing -