HM fyrirtækja (FIDE Corporate) fer fram í Goa í Indlandi, um helgina, samhliða Heimsbikarmótinu (World Cup).
Íslendingar eiga sinn fulltrúa í Goa á Indlandi! Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir situr þar að tafli og teflir fyrir Deloitte 1. Í liði Deloitte 1 eru keppendur frá fjórum löndum. Deloitte er eina fyrirtækið sem á tvö lið í lokakeppninni.

Ellefu fyrirtæki taka þátt og má þar nefna Google, JP Morgan, Morgan Stanley, Microsoft og fleiri eftir harða undankeppni á netinu. Skipt var í tvo flokka og tvö efstu liðin í hvorum flokki komust áfram.
Svo fór að Deloitte með Höllu innbyrðisborð lenti í öðru sæti í sinum flokki. Sveitin mætir sterkri úkraínskri sveit, Greco Law, í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitunum mætast Morgan Stanley, þar sem Peter Acs er í fararbroddi, og Google.

Taflmennskan á morgun hefst kl. 4:20 og stendur til að vera um kl. 7:00 svo tilvalið fyrir árrisula að fylgjast með Höllu að tafli.
- Auglýsing -
















