Í dag, 26. desember 2025, hefst FIDE heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í Doha í Katar. Mótið stendur til 30. desember. Alls taka yfir 400 keppendur þátt, þar af um 250 í opnum flokki karla, og verðlaunasjóðurinn er yfir ein milljón evra. Fyrri þrjá dagana fer fram atskákin og síðari tvo hraðskákin.

Meðal helstu keppenda í opnum flokki eru Magnus Carlsen, sem er margfaldur heimsmeistari í báðum greinum og ætlar að verja titla sína, heimsmeistarinn í hefðbundinni skák Gukesh frá Indlandi, Fabiano Caruana, Ian Nepomniachtchi, Anish Giri, Wesley So og margir aðrir úr heimselítunni. Í kvennaflokki leiða Ju Wenjun frá Kína og aðrar sterkar skákkonur.

Vignir Vatnar tekur þátt

Íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson er einn keppendanna í opnum flokki, bæði í hraðskák og atskák. Vignir er okkar langbesti maður skákmaður Íslands um þessar mundir. Er þrefaldur Íslandsmeistari kappskák, atskák og netskák.

Þátttaka Vignis er mikilvæg fyrir íslenska skákhreyfingu, enda er þetta ein stærsta skákviðburður ársins á alþjóðavettvangi. Hörku mót gegn bestu mönnum heims.

Íslenskir skákunnendur geta fylgst með Vigni og öðrum keppendum í þessu spennandi lokaviðburði skákársins 2025.

Í fyrstu umferð atskákarinnar (kl. 11) teflir VVS við spænska stórmeistarann Jaime Santos Latasa (2623).

Skák.is mun væntanlega gera mótinu og árangri Vignis góð skil.

Áfram Vignir!

 

- Auglýsing -