Janúarmót Skákdeildar Hauka

    0
    34
    Hvenær:
    15. janúar, 2026 allan daginn
    2026-01-15T00:00:00-01:00
    2026-01-16T00:00:00-01:00
    Hvar:
    Ásvellir - Haukar
    323J+3W3
    Ásvellir 1, 221 Hafnarfjörður
    Ísland
    Tengiliður:
    Auðbergur Magnússon / Tómas Tandri
    Janúarmót Skákdeildar Hauka @ Ásvellir - Haukar | Hafnarfjörður | Hafnarfjarðarkaupstaður | Ísland

    Fyrsta mótið verður haldið fimmtudaginn 15. janúar, í Ásvöllum 1, forsalnum fyrir framan veislusalinn. 

     

    Mótið hefst klukkan 19:45 og stendur til 21:45. Skráning fer fram á staðnum og byrjað er að taka við skráningum klukkan 19:30. 

     

    Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 4+3. Fjórar mínútur á mann að viðbættum þremur sekúndum á hvern leik. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. 

     

    Mótið er öllum opið. Við hvetjum Hafnfirðinga sérstaklega til þátttöku á þessu fyrsta opna móti í Hafnarfirði í þónokkurn tíma! 

     

    Þátttökugjöld: 

     

    Félagsmenn Hauka 18 ára og eldri: 500kr. 

    Félagsmenn Hauka 17 ára og yngri: Ókeypis 

    Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr.

    Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.

    - Auglýsing -