Jólahraðskákmót TR 2025 – Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar

    0
    173
    Hvenær:
    28. desember, 2025 @ 14:00 – 14:00
    2025-12-28T14:00:00-01:00
    2025-12-28T14:00:00-01:00
    Hvar:
    Taflfélag Reykjavíkur
    Faxafen 12
    108 Reykjavík
    Ísland
    Gjald:
    1000
    Tengiliður:
    Taflfélag Reykjavíkur
    Jólahraðskákmót TR 2025 - Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar @ Taflfélag Reykjavíkur | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

    Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2025 – Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar, verður haldið sunnudaginn 28. desember, á afmælisdegi Rikka, og hefst taflið klukkan 14:00. Stefnt er að skákhátíð í Faxafeninu, veitingar í boði og góður félagsskapur eins og í fyrra.

    Mótið er haldið til minningar um Ríkharð Sveinsson sem var formaður TR frá 1997-2001 og aftur frá 2019. Rikki var driffjöður í starfi Taflfélags Reykjavíkur til áratuga, virtur skákdómari og sterkur skákmaður. Minningargrein Taflfélags Reykjavíkur frá 2024.

    Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (3+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Sigurvegari mótsins fær Ríkharðsbikarinn, farandbikar.

    Skráning fer fram í gegnum hefðbundið skráningarform

    Skráningarform 

    Þegar skráðir 

    Viðburðurinn er ekki eingöngu hugsaður fyrir þá sem ætla að tefla.  Hægt verður að líta við og grípa í tafl í sal Skákskólans, leysa þrautir, spjalla í sófanum eða bara líta við í góða stemmingu í Faxafeninu.  Í sal Skákskólans verður boðið upp á kaffi og veitingar, opið á milli TR og SÍ. Fjölmennum í Faxafenið og minnumst Rikka í góðra vina hópi!

    Þátttökugjald í skákmótið er kr.1.000.- Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri.

    Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin, glæsilegar bækur frá bókaforlaginu Bjarti & Veröld. Einnig verða útdráttarverðlaun fyrir heppna þátttakendur.

    Sigurvegari Jólahraðskákmótsins 2024 og fyrsta nafnið á Ríkharðsbikarinn var Örn Leó Jóhannsson.

    Jólashraðskákmót TR er eitt af elstu skákmótum á vegum TR, haldið síðan 1961.

    Fyrri sigurvegarar

    - Auglýsing -