Mótaáætlun

apr
8
Mán
2024
KR Hraðskákmót
apr 8 @ 19:30 – 21:30
KR Hraðskákmót

Hefðbundið HraðSkákmót í KRheimilinu, Frostaskjóli

9 – 13 umferðir eftir fjölda keppenda

7 mín á mann

þátttökugjald kr. 500 en kr 300 fyrir fastagesti

Mòtstjòrar: Guðfinnur R. Kjartanson / Finnbogi Guðmundsson

“ENGINN VINNUR SKÁK ÁN MEÐ ÞVÍ AÐ GEFA HANA”

Skákkvöld TG
apr 8 @ 19:30 – 21:45
Skákkvöld TG @ íþróttamiðstöðin | Garðabær | Garðabær | Ísland
Skákkvöld TG eru hafin á mánudagskvöldum. Teflt alla mánudaga kl. 19.30 í Miðgarði, nema almenna frídaga (jól, áramót).
Þátttaka er amk. ennþá ókeypis og telfdar eru hraðskákir reiknaðar til hraðskákstiga Fide.

Tímamörk eru 3 mínútur + 2 sekúndur á leik.

Síðasta mánudag hvers mánaðar er teflt Atskák 10 mín + 2 sek á leik.

Allir velkomnir.
apr
9
Þri
2024
ÆSIR – SKÁKKLÚBBUR FEB – 60 ára og eldri
apr 9 @ 13:00
ÆSIR - SKÁKKLÚBBUR FEB - 60 ára og eldri @ ÁSGARÐUR | Reykjavík | Ísland

Skákmót alla þriðjudaga – september til maí –

Umhugsunartími 10 mínútur á mann að jafnaði

Skákstjórar: Garðar Guðmundsson og Guðfinnur R. Kjartansson

– þátttökugjald innifelur kaffi og meðlæti

– ENGINN ER ANNARS BRÓÐIR Í LEIK –

Þriðjudagsmót TR
apr 9 @ 19:30
Þriðjudagsmót TR @ TR | Reykjavík | Ísland

Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Eiríkur K. Björnsson og Gauti Páll Jónsson.

Þátttökugjald eru eftirfarandi:

Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr.

Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis

Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr.

Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.

Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.

Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).

apr
10
Mið
2024
Hraðskákmót öðlinga
apr 10 allan daginn
Hraðskákmót öðlinga @ Taflfélag Reykjavíkur | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

Hraðskákmót öðlinga 2024 fer fram miðvikudaginn 10. apríl, og hefst taflmennskan kl. 19.30.

Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1984 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 5+3 umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lýkur þann 3. apríl.

Þátttökugjald er kr. 1,000 fyrir þá sem tóku ekki þátt í aðalmótinu. Skákmenn 40+ eru hvattir til að fjölmenna! Skráning á staðnum.

Upplæysingar á heimasíðu TR:

https://taflfelag.is/hradskakmot-odlinga-haldid-10-april/

apr
11
Fim
2024
KORPÚLFAR – Öldungamót
apr 11 @ 13:00 – 16:00
KORPÚLFAR - Öldungamót @ BORGIR Félagsmiðstöð | Reykjavík | Ísland

HraðSkákmót – 9 umferðir – 10 mín. skákir

Skákstjórar: Hlynur Þòrðarson og Þorsteinn bróðir hans

sími: 893 2470

Þátttökugjald innifelur kaffi en ekki meðlæti í veitingasal.

– UPP MEÐ TAFLIÐ –

Fimmtudagsmót TR
apr 11 @ 19:30 – 22:00
Fimmtudagsmót TR @ Taflfélag Reykjavíkur | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

Hraðskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru þrjár mínútur á skákina að viðbættum tveimur sekúndum á hvern leik, 3+2. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Guðlaugur Gauti Þorgilsson og Þorsteinn Magnússon.

Þátttökugjald eru eftirfarandi: 

Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr. 

Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis 

Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr. 

Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr. 

Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.

apr
13
Lau
2024
KR Árdegismót – öllum opið
apr 13 @ 10:30 – 13:00
KR Árdegismót - öllum opið @ Reykjavík | Ísland

Skemmtiskákmót

Telfdar eru 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á skákina.

Þátttökugjald kr. 500 en 300 krónur fyrir félagsmenn og fastagesti.

Heitt á könnunni.

Skákstjórar: Guðfinnur R. Kjartansson eða Finnbogi Guðmundsson.

– ENGINN VEIT SÍNA SKÁKINA FYRR EN ÖLL ER –

Íslandsmót barnaskólasveita 2024 – 4.-7. bekkur
apr 13 @ 13:00 – 17:00
Íslandsmót barnaskólasveita 2024 - 4.-7. bekkur @ Rimaskóli | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

Mótið fer fram laugardaginn, 13. apríl í Rimaskóla og hefst kl. 13. Mæting kl. 12:45. Tefldar verða átta umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 10+2 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Mótinu ætti að vera lokið um kl. 17.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 4.–7. bekk en þó er nemendum úr í 1.–3. bekk leyfilegt að tefla með en þá eingöngu í a- og b-sveit. Í hverri sveit mega vera allt að þrír varamenn.

Þátttökugjöld kr. 10.000 kr.- á  sveit. Þó ekki hærra en 20.000 kr. á skóla. Frítt er fyrir sveitir utan höfuðborgarsvæðisins.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verðlaunum fyrir efstu sveitir af landsbyggðinni. Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.

Íslandsmeistararnir hljóta rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer í Noregi í október.

Lindaskóli varð Íslandsmeistari barnaskólasveita í fyrra. Sjá nánar um mótið hér.

Skráningu skal lokið í síðasta lagi kl. 16, fimmtudaginn 11. apríl. Ekki er hægt að skrá sveitir eftir þann tíma.

apr
14
Sun
2024
Íslandsmót grunnskólasveita 2024 – 8.-10. bekkur
apr 14 @ 13:00 – 17:00
Íslandsmót grunnskólasveita 2024 - 8.-10. bekkur @ Rimaskóli | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland
  • Mótið fer fram sunnudaginn 14. apríl í Rimaskóla og hefst kl. 13. Mæting kl. 12:45. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 10+2  mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Áætlað er að mótinu ljúki um kl. 17.Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 8.-10. bekk en þó er nemendum úr í 1.–7. bekk leyfilegt að tefla með en þá eingöngu í a- og b-sveit. Í hverri sveit mega vera allt að þrír varamenn.

    Þátttökugjöld kr. 10.000 kr.- á  sveit. Þó ekki hærra en 20.000 kr. á skóla. Frítt er fyrir sveitir utan höfuðborgarsvæðisins.

    Veitt verða verðlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verðlaunum fyrir efstu sveitir af landsbyggðinni. Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.

    Íslandsmeistararnir hljóta rétt til þátttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í Noregi í október.

    Vatnsendaskóli varð Íslandsmeistari grunnskólasveita í fyrra. Sjá nánar um mótið hér.

    Skráningu skal lokið í síðasta lagi kl. 16, fimmtudaginn 11. apríl. Ekki er hægt að skrá sveitir eftir þann tíma.

     

apr
15
Mán
2024
KR Hraðskákmót
apr 15 @ 19:30 – 21:30
KR Hraðskákmót

Hefðbundið HraðSkákmót í KRheimilinu, Frostaskjóli

9 – 13 umferðir eftir fjölda keppenda

7 mín á mann

þátttökugjald kr. 500 en kr 300 fyrir fastagesti

Mòtstjòrar: Guðfinnur R. Kjartanson / Finnbogi Guðmundsson

“ENGINN VINNUR SKÁK ÁN MEÐ ÞVÍ AÐ GEFA HANA”

Skákkvöld TG
apr 15 @ 19:30 – 21:45
Skákkvöld TG @ íþróttamiðstöðin | Garðabær | Garðabær | Ísland
Skákkvöld TG eru hafin á mánudagskvöldum. Teflt alla mánudaga kl. 19.30 í Miðgarði, nema almenna frídaga (jól, áramót).
Þátttaka er amk. ennþá ókeypis og telfdar eru hraðskákir reiknaðar til hraðskákstiga Fide.

Tímamörk eru 3 mínútur + 2 sekúndur á leik.

Síðasta mánudag hvers mánaðar er teflt Atskák 10 mín + 2 sek á leik.

Allir velkomnir.
apr
16
Þri
2024
ÆSIR – SKÁKKLÚBBUR FEB – 60 ára og eldri
apr 16 @ 13:00
ÆSIR - SKÁKKLÚBBUR FEB - 60 ára og eldri @ ÁSGARÐUR | Reykjavík | Ísland

Skákmót alla þriðjudaga – september til maí –

Umhugsunartími 10 mínútur á mann að jafnaði

Skákstjórar: Garðar Guðmundsson og Guðfinnur R. Kjartansson

– þátttökugjald innifelur kaffi og meðlæti

– ENGINN ER ANNARS BRÓÐIR Í LEIK –

Íslandsmótið í skák – landsliðsflokkur 2024
apr 16 @ 15:00 – apr 27 @ 18:00
Íslandsmótið í skák - landsliðsflokkur 2024 @ Íþróttamiðstöðin Klettur | Mosfellsbær | Mosfellsbær | Ísland

Íslandsmótið í skák hefst í dag í Mosfellsbæ. Tólf skákmenn berjast um titilinn skákmeistari Íslandsi sem veittur hefur verið síðan 1913!

Meðal keppenda eru sex stórmeistarar og tvær skákkonur. Skákkonurnar hafa aldrei verið fleiri í efsta flokki. Tveir keppendur eru með úkraínskar rætur.

Regina Ástvaldsdóttir, bæjarastjóri Mosfellsbæjar, setur mótið og leikur fyrsta leik þess kl. 15 í dag.

Teflt er íþróttamiðstöðunni Klett (Golfvöllurinn Hlíðarvöllur) við toppaðstæður. Frábær veitingastaður á staðnum þar sem hægt er að fá 20% skák-afslátt á veitingum og fylgjast með skákunum á skjá.

Þær breytingar urðu í keppendalistanum í gær að Lenka Ptácníková tók sæti Braga Þorfinnssonar sem þurfti að draga sig út vegna persónulegra ástæðna.

Keppendalistinn:

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2518), stórmeistari
  2. Héðinn Steingrímsson (2502), stórmeistari
  3. Hannes Hlífar Stefánsson (2493), stórmeistari
  4. Guðmundur Kjartansson (2480), stórmeistari
  5. Helgi Áss Grétarsson (2468), stórmeistari
  6. Vignir Vatnar Stefánsson (2469), stórmeistari
  7. Aleksandr Domalcuk-Jonasson (2368), alþjóðlegur meistari
  8. Hilmir Freyr Heimisson (2361), alþjóðlegur meistari
  9. Dagur Ragnarsson (2333), alþjóðlegur meistari
  10. Olga Prudnykova (2263), alþjóðlegur meistari kvenna
  11. Bárður Örn Birkisson (2169), kandídatameistari
  12. Lenka Ptácníková (2127), stórmeistari kvenna

Í fyrstu umferð mætast.

  • Guðmundur – Héðinn
  • Vignir Vatnar – Aleksandr
  • Bárður Örn – Helgi Áss
  • Lenka – Hannes
  • Dagur – Hilmir Freyr
  • Hjörvar – Olga

Skák Guðmundar og Héðins verður að teljast aðalviðureign dagsins.

Beinar útsendingar og beinar lýsingar Ingvars Þór í boði. Allar upplýsingar verða væntanlegar á skak.is

Þriðjudagsmót TR
apr 16 @ 19:30
Þriðjudagsmót TR @ TR | Reykjavík | Ísland

Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Eiríkur K. Björnsson og Gauti Páll Jónsson.

Þátttökugjald eru eftirfarandi:

Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr.

Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis

Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr.

Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.

Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.

Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).

apr
17
Mið
2024
Skólamót Kópavogs – einstaklingskeppnir
apr 17 – apr 18 allan daginn
Skólamót Kópavogs – einstaklingskeppnir

Nánari upplýsingar síðar.

Skólaskákmót Kópavogs
apr 17 @ 08:30 – apr 19 @ 11:30

Mótið fer fram í stúkunni við Kópavogsvöll í Glersalnum á 3.hæð

Dagskrá:
Mið 17.apríl fyrir hádegi 8:30 – 11:15: 5.-7.bekkur
Umferðir og tímamörk: 6.umferðir, 7min og 3sek viðbót við hvern leik.

Mið  17.apríl  fyrir hádegi 11:30 – 13:15: 2.bekkur
Umferðir og tímamörk: 5.umferðir,  4min og 1sek viðbót við hvern leik

Mið  17.apríl  eftir hádegi 13:30 – 15:00: 1.bekkur – peðaskák
Umferðir og tímamörk: 5.umferðir,  4min og 1sek viðbót við hvern leik

Fim  18.apríl  fyrir hádegi 08:30 – 11:15: 8.-10.bekkur
Umferðir og tímamörk: 6.umferðir,  7min og 3sek viðbót við hvern leik

Fim  18.apríl  fyrir hádegi 11:30 – 13:15: 4.bekkur
Umferðir og tímamörk: 5.umferðir,  4min og 1sek viðbót við hvern leik

Fim  18.apríl  eftir hádegi 13:30 – 15:00: 3.bekkur
Umferðir og tímamörk: 5.umferðir,  4min og 1sek viðbót við hvern leik

Fös  19.apríl  fyrir hádegi 08:30 – 11:30: stúlkur 5.-10.bekkur
Umferðir og tímamörk: 6.umferðir,  7min og 3sek viðbót við hvern leik

Reglur:
Mæting helst korter fyrir upphafstíma móts.
Mikilvægt að skólar sendi fullorðinn ábyrgðarmann með sínum krökkum til að hjálpa til við eftirlit og til að halda uppi aga. Stúlkur í 5.-10 bekk geta keppt í opnum flokki og/eða sérstökum stúlknaflokki. Þeir sem eru í 1.bekk og vilja tefla hefðbundna skák geta teflt í 2.bekkjar mótinu.

Mótsreglur

Undankeppni fyrir Landsmótið í skólaskák:

Landsmótið í skólaskák verður haldið í Brekkuskóla á Akureyri helgina 4.-5.mai. Þar er keppt í 8.-10.bekk, 5.-7.bekk og 1.-4.bekk. Tvö efstu sætin í Skólamóti Kópavogs í 8.-10.bekk, 5.-7.bekk og 4.bekk öðlast rétt til þátttöku fyrir hönd Kópavogs. Þeir nemendur í 1.-3.bekk sem vilja keppa um sæti í 1.-4.bekkjar Landsmótinu geta tekið þátt í 4.bekkjarmótinu ásamt sínu bekkjarmóti. Þeir geta þó ekki unnið til verðlauna í 4.bekkjar mótinu.
Þátttökugjald:
30.000kr á hvern skóla fyrir öll mótin og rennur það til verðlaunakaupa og skákstjórnunar. Ef færri en 10 koma frá skóla þá er þátttökugjaldið 3000kr á hvern keppanda.
Skráning og mótstjórn:
Umsjónarmenn með skákstarfi í hverjum skóla skrá sína nemendur á skák.is (guli kassinn hægra megin á síðunni). Nemendur geta líka sjálfir skráð sig.
Skákstjóri er Daði Ómarsson, en skipuleggjandi er Halldór Grétar Einarsson (halldorgretareinarsson@gmail.com). Þeim til aðstoðar verða skákkennarar í Kópavogi og stjórnarmenn Skákdeildarinnar.Skráningu líkur kl 19:00 þriðjudaginn 16.aprílUpplýsingar um þegar skráða keppendur:

apr
18
Fim
2024
KORPÚLFAR – Öldungamót
apr 18 @ 13:00 – 16:00
KORPÚLFAR - Öldungamót @ BORGIR Félagsmiðstöð | Reykjavík | Ísland

HraðSkákmót – 9 umferðir – 10 mín. skákir

Skákstjórar: Hlynur Þòrðarson og Þorsteinn bróðir hans

sími: 893 2470

Þátttökugjald innifelur kaffi en ekki meðlæti í veitingasal.

– UPP MEÐ TAFLIÐ –

Fimmtudagsmót TR
apr 18 @ 19:30 – 22:00
Fimmtudagsmót TR @ Taflfélag Reykjavíkur | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

Hraðskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru þrjár mínútur á skákina að viðbættum tveimur sekúndum á hvern leik, 3+2. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Guðlaugur Gauti Þorgilsson og Þorsteinn Magnússon.

Þátttökugjald eru eftirfarandi: 

Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr. 

Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis 

Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr. 

Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr. 

Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.

apr
19
Fös
2024
Suðurlandsmótið í skólaskák 2024
apr 19 @ 13:00 – 17:00
Suðurlandsmótið í skólaskák 2024 @ Félagsheimilið Flúðum | Flúðir | Hrunamannahreppur | Ísland

Suðurlandsmót grunnskóla í skólaskák fer fram föstudaginn19. apríl í félagsheimili Hrunamanna að Flúðum. Mótið hefst 13:15 en mæting er 13:00.

Hver skóli af svæðinu getur mætt með ótakmarkaðan fjölda keppenda. Teflt verður í einstaklingsflokkum 1.–4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.–10. bekkur.

Umferðarfjöldi og tímamörk verða tilkynnt þegar nær dregur, en má gera ráð fyrir 5-7 umferðum í hvorum flokki með umhugsunartíma 5 mínútur á mann. Miðað er við að mótinu og verðlaunaafhendingu verði lokið um kl. 15:30.

Skráningarfrestur er til kl. 13, miðvikudaginn, 17. apríl.

Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Sigurvegari hvers flokks fær keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri 4. og 5. maí.

Æskilegt er að skólar sem sendi 10 keppendur eða fleiri sendi starfsmann með keppendum.

Skákþing Norðlendinga 2024
apr 19 @ 19:00 – apr 21 @ 16:00

Nánar kynnt síðar.

apr
20
Lau
2024
KR Árdegismót – öllum opið
apr 20 @ 10:30 – 13:00
KR Árdegismót - öllum opið @ Reykjavík | Ísland

Skemmtiskákmót

Telfdar eru 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á skákina.

Þátttökugjald kr. 500 en 300 krónur fyrir félagsmenn og fastagesti.

Heitt á könnunni.

Skákstjórar: Guðfinnur R. Kjartansson eða Finnbogi Guðmundsson.

– ENGINN VEIT SÍNA SKÁKINA FYRR EN ÖLL ER –

Landsmót: Undanrásir fyrir fámennari svæði
apr 20 @ 11:00 – 13:00
Landsmót: Undanrásir fyrir fámennari svæði @ Chess.com | Dagana | Saint-Louis Region | Senegal

Landsmótið í skólaskák fer fram 4. og 5. maí í Brekkuskóla á Akureyri. Þessa dagana fara fram undankeppnir á ýmsum svæðum

Laugardaginn, 20. apríl kl. 11 fer fram ein undankeppni, haldin á chess.com, fyrir þau svæði þar sem ekki fara fram undankeppnir í raunheimum: Vesturland, Vestfirði, Austurland og Norðurland vestra. Miðað við gömlu kjördæmaskipanina.

Mótið er eingöngu í boði fyrir þá sem eru þeim í skólum sem finna má í skráningaforminu 

Undankeppnin fer fram á chess.com og hefst stundvíslega kl. 11:00

UNDANKEPPNI Á CHESS.COM

Teflt er í einum flokki. Efsti maður í neðangreindum aldursflokkum ávinnur sér keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák.

  • 1.-4. bekkur
  • 5.-7. bekkur
  • 8.-10. bekkur

Tefldar verða sjö umferðir. Umhugsunartími: Fjórar mínútur á skákina með tveimur viðbótarsekúndum á leik. Séu menn efstir og jafnir að vinningum í einhverjum flokknum gildir oddastigaútreikningur (tie breaks) Chess.com.

Skráning

·         Skrá sig í meðfylgjandi formSkráning í formið er nauðsynleg upp á það geta áunnið sér keppnisrétt á Landsmótið.

·         Skrá sig stundvíslega í mótið á Chess.com – sjá hér: https://www.chess.com/play/tournament/4701293

Mælt er eindregið með að mæta stundvíslega á Chess.com. Alls ekki síðar en kl. 10:45. Opnað er fyrir skráningu á Chess.com klukkutíma fyrir mót (kl. 10:00).

Athugið: Það þarf að skrá sig í gegnum skráningaformið og það þarf mæta stundvíslega á Chess.com. 

Ekki er hægt að tefla í gegnum appið og mælt er eindregið með því að tefla í gegnum tölvu. Rétt er að benda á að allt ferlið á Chess.com er sjálfkrafa og mótshaldarar geta ekki veitt aðstoð á meðan móti stendur. 

apr
22
Mán
2024
Reykjavíkurmótið í skólaskák
apr 22 @ 16:00 – 20:30
Reykjavíkurmótið í skólaskák @ Taflfélag Reykjavíkur | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

Reykjavíkurmót í skólaskák fer fram mánudaginn 22. apríl í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxafeni 12.

Teflt verður í einstaklingsflokkum 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppnisrétt hafa þeir krakkar í reykvískum grunnskólum sem teflt hafa með a-sveit síns skóla í einhverri af sveitakeppnum þessa skólaárs. Auk þess hafa allir krakkar úr reykvískum skólum, og með skákstig, keppnisrétt. Telji skákkennarar/aðstandendur einhverja sem falla ekki undir ofangreind skilyrði eiga erindi á mótið er velkomið að senda fyrirspurn á mótsstjóra Gauta Pál Jónsson.

1.-4. bekkur: 16:00 – 18:00

5.-7. bekkur: 18:30-20:30

8.-10. bekkur 18:30-20:30 (samtímis 5.-7. bekk)

ATH: Mæting og staðfesting þátttöku er í síðasta lagi 10 mínútum áður en mótið hefst.

Umferðarfjöldi og tímamörk verða endanlega ákveðin þegar skráning liggur fyrir en má gera ráð fyrir 7 umferðum í hverjum flokki með umhugsunartíma 7 03.

Skráningarfrestur er til 22:00 sunnudaginn 21. apríl 

Efstu þrjú í hverjum flokki hljóta keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri, sjá hér.

Skráningarform

Þegar skráðir

Skólaskákmót Norðurlands eystra
apr 22 @ 16:30 – 19:00
Skólaskákmót Norðurlands eystra @ Rósenberg | Akureyri | Akureyrarbær | Ísland

Svæðismót í skólaskák fyrir Norðurland eystra verður haldið á Akureyri þann 22. apríl nk.

Teflt verður um svæðismeistaratitil í þremur aldursflokkum:

  • 1-4. bekk
  • 5-7. bekk
  • 8-10. bekk

Sigurvegarinn í hverjum flokki öðlast keppnisrétt á landsmótinu í skólaskák sem haldið verður á Akureyri 4-5. maí nk.

Skólar eru hvattir til að senda keppendur í öllum aldursflokkum til mótsins.

Mótið hefst kl. 16.30. Gera má ráð fyrir því að mótið taki allt að tvo tíma, en fjöldi umferða og umhugsunartími fer nokkuð eftir fjölda þátttakenda.

Teflt verður í Rósenborg á Akureyri, neðstu hæð, gengið inn að austanverðu.

Mótsgjald er kr. 1000 fyrir hvern þátttakanda.

Þátttaka tilkynnist til mótsstjóra á netfangið askell@simnet.is fyrir lok dags hinn 21. apríl.