Íslandsmót barnaskólasveita 2023 fór fram í Rimaskóla laugardaginn 22. apríl. Alls mættu 31 sveit til leiks og var gríðarlega skemmtilegt að sjá góða mætingu hjá landsbyggðarliðum.

Tefldar voru 8 umferðir með tímamörkunum 10+2 og hart var barist. Á endanum kom þó í ljós að Lindaskóli hafi á besta liðinu að skipa og þeir sigldu í höfn með nokkuð öruggan sigur með 27,5 vinning, 5 vinningum á undan næstu sveit.

Baráttan um næstu sæti var harðari. Vatnsendaskóli náði 2. sæti með 22,5 vinning en Breiðagerðisskóli hafði betur í baráttu við Hörðuvallaskóla á oddastigum í 3. sæti, bæði lið með 20,5 vinning

Aðalverðlaun:

1.sæti Lindaskóli

2. sæti Vatnsendaskóli

3. sæti Breiðagerðisskóli

Efstu landsbyggðarlið:

  1. Brekkuskóli

2 Flúðaskóli

3. Barnaskóli Eyrarbakka og Stokkseyrar a-sveit

Efstu sæti b-e sveita

Rimaskóli b-sveit

Rimaskóli c-sveit

Barnaskóli Eyrarbakka og Stokkseyrar d-sveit (vantar því miður mynd)

Rimaskóli e-sveit

 

Besti einstaklingsárangur

Fjölmargir keppendur fengu fullt hús og hlutu gjafabréf frá Skákbúðinni í verðlaun.

4. borð Benedikt Hilmar Hermannsson, Laugalækjarskóli 6 af 6

3. borð Engilbert Eyþórsson, Lindaskóli 8 af 8

2. borð Birkir Hallmundarson, Lindaskóli 8 af 8

  1. borð Jósef Ómarsson, Landakotsskóli 8 af 8 og Guðrún Fanney Briem, Hörðuvallaskóa 8 af 8

 

Myndir á FB

Mótið á chess-results

- Auglýsing -