Byrjendaflokkar Skákskólans hefjast laugardaginn 12. september nk. kl.12.30.

Foreldrum og forráðamönnum er bent á að  krakkarnir, 6–10 ára, geta byrjað næsta laugardag á 10 vikna námskeiði sem hefst kl. 12.30 og stendur til kl. 13.30 og fer fram í húsakynnum skólans Faxafeni 12. Gengið inn til hliðar við  66°Norður.

Leifur Þorsteinsson kennir í byrjendakennslu Skákskólans. Mynd: Hól

Kennarar verða tveir með hverjum hóp þeir Kristófer Gautason og Leifur Þorsteinsson skákkennari Landakotsskóla, báðir þrautreyndir skákkennarar. Fyrsti tíminn er prufutími og krakkarnir sem ætla  að áfram byrja svo á 10 vikna námskeið sem hefst nk. laugardag, 19. september.

Vakin er athygli á því að Meistaramót Skákskólans 2020 fer fram í Viðey dagana 5. og 6. september og er opið grunnskólanemendum sem fæddir  eru 2005 og síðar. Sjá hlekk á skránignarform á skak.is: Meistaramót Skákskóla Íslands (5. og 6. september)

Þess skal getið að starfssemi Skákskólans fylgir þeim sóttvarnarviðmiðunum um sem skákhreyfingin fylgir: https://skak.is/2020/08/24/sottvarnareglur-skaksambands-islands-vegna-covid-19/

  • Hvað varðar börn og unglinga þá er vakin athygli á  því að 2ja metra reglan og fjöldatakmarkanir gilda ekki um þá sem fæddir eru 2005 eða síðar. En meginreglan í umgengi okkar er samt þessi:
  • Eingöngu skákmenn og þjálfarar hafa aðgang að æfingum. Þjálfarar skulu virða tveggja metra regluna við aðra þátttakendur ella nota andlitsgrímu ef ekki er hægt að virða fjarlægðarmörkin.
  • Þátttakendur skulu spritta hendur fyrir og eftir æfingar og sama á við um allan búnað. Sameiginlegir snertifletir skulu sótthreinsaðir á milli æfinga og/eða funda. Fækka skal sameiginlegum snertiflötum í skáksal eins og hægt er.