Meistaramót Skákskóla Íslands 2020 fer fram í Viðey, 5. og 6. september nk. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri.

Keppnisskilmálar og skipulag:

*Þátttökurétt hafa öll börn og unglingar fædd 2005 og síðar. Keppt er í einum flokki. *Tefldar verða 9 umferðir eftir svissneska kerfinu – Chess-results.  

*Keppnisdagar eru tveir, 5. september og 6. september.

*Tímamörk eru 15 10.

*Eftir fyrstu fimm  umferðirnar verður NIÐURSKURÐUR.

*Til þess að komast í gegnum niðurskurðinn þurfa keppendur að hljóta 2½ vinning eða meira. Þeir sem ekki ná þeirri vinningatölu hætta keppni – Hinir halda áfram.

*Skipulag vegna ferðatilhögunar til og frá Viðey verður tilkynnt þegar nær dregur móti.

Keppt um sæti á EM ungmenna í netskák:

Á þessu móti verður keppt um sex sæti á EM ungmenna í netskák sem fram fer dagana 18. – 20. september nk.

Keppt er um:

 • Tvö sæti í Opnum flokki u 14 ára
 • Tvö sæti í Opnum flokki u 12 ára.
 • Tvö sæti í Stúlknaflokki u 14 ára.
 • Tvö sæti í Stúlknaflokki u 12 ára.

Sá stigahæsti (virk FIDE-kappskákstig) fær beinan keppnisrétt á EM.

Upplýsingar um Evrópumótið má sjá hér.

Dagskrá Meistaramóts Skákskóla Íslands mótsins verður með eftirfarandi hætti: 

Fyrri keppnisdagur:

 1. umferð. Laugardagur 5. september kl. 12. – 12. 45.
 2. umferð: Laugardagur 5. september kl. 13 – 13.45.12.15 – 12.45.
 3. umferð: Laugardagur 5. september kl. 14 – 14.45.
 4. umferð: Laugardagur 5. septemberkl. 15 – 15.45.
 5. umferð: laugardagur 5. september kl. 16.- 16.45.

Seinni keppnisdagur:

 1. umferð: Sunnudagur 6. september kl. 12. -12.45.
 2. umferð: Sunnudagur 6. september kl. 13. – 13.45
 3. umferð: Sunnudagur 6. september kl. 14. – 14.45.
 4. umferð: Sunnudagur 6. september kl. 15 – 15.45. 

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að gera breytingar á dagskrá.

Skráning

Skráning fer fram á gula kassanum á skak.is.

Verðlaun:

 1. verðlaun: ferðavinningur að verðmæti kr. 50 þús.
 2. verðlaun: ferðavinningur kr. 40 þús.

Besti árangur stúlkna ferðavinningur að verðmæti kr. 40 þús.

Verðlaun keppenda sem eru undir 1200 elo-stig eða stigalausir:

 1. verðlaun: Ferðavinningur kr. 40 þús.
 2. verðlaun: Vönduð skákbók og landsliðstreyja HENSON.
 3. verðlaun: Landsliðstreyja HENSON.

Mótsstig úrskurða verði keppendur jafnir að vinningum í báðum flokkum 

Mótið er haldið í samvinnu við Skáksamband Íslands, Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Breiðabliks.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.