EM ungmenna í netskák (u12-u18)

  0
  396
  Hvenær:
  18. september, 2020 @ 13:00 – 20. september, 2020 @ 18:00
  2020-09-18T13:00:00+00:00
  2020-09-20T18:00:00+00:00
  Hvar:
  Skákskóli Íslands
  Faxafen 12
  108 Reykjavík
  Ísland
  Tengiliður:
  Skáksamband Íslands
  EM ungmenna í netskák (u12-u18) @ Skákskóli Íslands | Reykjavík | Ísland

  Skáksamband Íslands í samvinnu við Skákskóla Íslands hefur ákveðið að taka þátt í EM ungmenna í netskák sem fram fer á 18.-20. september nk.

  Teflt er í fjórum aldursflokkum, u12, u14, u16 og u18 í opnum flokki og í stelpuflokki – alls átta flokkum. Hver þjóð getur sent 3 keppendur í hvern flokk – alls 24 keppendur.

  Í flokkum u12-u14 mun árangur á Meistaramóti Skákskólans gefa tvö sæti í hvern flokk.

  Að öðru leyti verða til hliðsjónar notast við kappskákstig 1. september auk þess sem tekið verður tillit til árangurs á þá nýloknum áskorendaflokki Íslandsmótsins í skák sem lýkur 30. ágúst.

  Íslensku keppendurnir munu tefla í húsakynnum Skákskóla Íslands.

  Nánari upplýsingar um mótið má finna hér: https://www.europechess.org/european-online-youth-individual-team-chess-championships-2020-regulations/

  - Auglýsing -