Aron Þór er efstur á mótinu eftir sigur á Lenku. Mynd: RL

Kl. 15:00: Umferð hefst. Nú mun fækka í hópnum sem geta unnið mótið. Tvö sæti í landsliðsflokknum á næstu árið er í boði og Oliver Bewersdorff er ekki gjaldgengur þar. Svo nú er bara að bita á jaxlinn og tefla í botn.

16:30:

Borð-8: Elvar Már Sigurðsson hefur átt gott mót og vinnur nú Mikael Bjarka Heiðarsson. 1-0.

Borð-9: Tómas Möller hefur líka átt gott mót og nú vinnur hann Hjálmar Sigurvaldason. 0-1.

Borð-10: Logi Sigursson teflir vel og vinnur Matthías Björgvin Kjartansson. 0-1.

Borð-16: Bjartur Þórisson er með yngstu mönnum – og nú vinnur hann Björgvin Kristbergsson. 0-1.

17:00:

Borð-3: Pétur Palmi Harðarson yfirspilar Ingvar Wu Skarphéðinsson. 0-1. Hugsanlega er Pétur Palmi sá sem hefur teflt best á mótinu – nema þegar hann lék unna stöðu niður í tap gegn Alexander Oliver Mai.

Borð-11: Benedikt Þórisson vanmetur andstæðinginn sinn herfilega og er heppinn að ekki lenda beint í mát. Var skiptamun yfir og með betra stöðu – en Jósef Omarsson notar tækifæri að hirða af honum skiptamuninn og stöðuna líka og er peði yfir og með betra tafl.

Borð 12: Adam Omarsson vinnur Arnar Frey Orrason. 0-1.

Borð-15: Sigurður J. Sigurðsson og Guðmundur Orri Sveinbjörnsson semja jafntefli. Vel gert hjá stráknum! 1/2 – 1/2.

Borð 17: Sviptingar og taktík milli Birkis Hallmundarsonar og Ólafs Fannars Péturssonar. Birkir ræður betur við taktíkina í þetta skipta. 0-1.

18:00

Borð-1: Lenka Ptáčníková – Aron Þór Mai – staðan virðist vera í einskonar jafnvægi. Hef samt á tilfinningunni að það sé auðveldara að tefla svart. Lenka á þó valdað frípeð á b6. Aron Þór brýst í gegn á kóngsvængum og vinnur. 0-1.

Borð-2: Haraldur Baldursson – Oliver Bewersdorff. Oliver kemur sig upp riddara á b4 og e4 sem heftar stöðuna hjá hvítum verulega. Riddari b4 fer á d3 og hvíta staðan verður enn verra. 0-1.

Borð-4: Alexander Oliver Mai siglir örugglega vinningnum í land á móti Sigurjóni Haraldssyni. 1-0.

Borð-5: Ólafur Gísli Jónsson hefur haft gott mót. Nú vinnur hann Óskar Maggason. 0-1.

Borð-6: Arnar Milutin Heiðarsson verður of sterkur fyrir Gunnar Erik Guðmundsson. 0-1.

Jóhann vann Kristján Örn. Mynd: RL

Borð-7: Jóhann Ragnarsson er með rýmra tafl gegn Kristjáni Erni Elíassyni. Enn dugar það ? Já það dugar – hann þvingar Kristjáni til að veikja kóngsstöðuna og Kristján réttir fram olnbogann þegar hann sér fram á mát í næsta leik. 1-0.

Borð-11: Jósef er nú bara eitt peð yfir gegn Benedikt. Kannski getur Benedikt bjargað skákinni ?

Borð-13: Iðunn Helgadóttir og Jóhann Helgi Hreinsson eru komin langt inn í endataflið. Iðunn er með sterkt frípeð á a6 og ætti að vinna. Iðunn nær lúmskan gaffall á Jóhann – og Jóhann gefst upp. 1-0.

19:10

Borð-11: Benedikt og Jósef semja jafntefli – allir menn farnir af borðinu nema einn riddari. Skákstjóri verður að klappa fyrir seiglunni í þeim. 1/2 – 1/2.

Staðan fyrir síðustu umferð er þá að Aron Þór Mai og Oliver Bewersdorrf eru efstir með 6,5 vinninga. Næstir eru Alexander Oliver Mai og Pétur Palmi Harðarson með 6 vinninga. Í 5-6 sæti eru Lenka P. og Ólafur Gísli Jónsson með 5,5 vinninga.

Hástökkvarar mótsins miðað við eigin stígatölu eru: Mikael Bjarki Heiðarsson, Tómas Möller, Ingvar Wu Skarphéðinsson, Jósef Omarsson og Alexander Oliver Mai.

Aroni Þ. Mai dugar jafntefli í síðustu umferð til að tryggja sig sæti í landsliðsflokki. Pétur Palmi Harðarson er með lakara oddastig enn dugar vinning ef Alexander Oliver Mai vinnur ekki. Svo það gæti endað með að Mai-bræður fari báðir upp. Caïssa mun ráða!

Staða efstu manna

 

 

Helstu viðureignir lokaumferðar