Aron Þór vann Arnar Milutin og er í 1.-3. sæti. Mynd: Róbert Lagerman.

Umferðin í gær var æsispennandi og skákstjórinn yfirspenntur í lok umferðarinnar. Vonandi verður kvöldið í kvöld svipað eða jafnvel betra!

19:30

Borð 14: Adam Omarsson teflir af öruggi og nú leggur hann Guðmund Orra Sveinbjörnsson. 1-0.

20:00

Borð-3: Aron Þór Mai hefur verið í miklum vandræðum í síðustu tveim umferðum. En nú teflir hann snaggaralega og sópar Arnar Milutin Heiðarsson út af borðinu. 1-0.

Borð-8: Matthías Björgvin Kjartansson lendir heilum hrók undir á móti Ingvari Wu Skarphéðinssyni. Ingvar nær síðan mátsókn. 0-1.

Borð-9: Jóhann Ragnarsson verður of öflugur fyrir Jósef Omarsson. 0-1.

20:30

Borð-4: Pétur Palmi Harðarson vinnur sannfærandi sigur á Gunnar Erik Guðmundsson. Gott að sjá að Pétur Palmi var fljótur að jafna sig á að hafa leikið unnunni stöðu niður í tap í gær.

Borð-10: Mikael Bjarki Heiðarsson á frábært mót. Nú vinnur hann Benedikt Þórisson. 1-0.

Mikael Bjarki vann Benedikt. Mynd: RL.

Borð-12: Arnar Logi Kjartansson er lengi með betra á Óttar Örn Bergmann Sigfússon en Óttar Örn nær að snúa skákina við og b-peðið rennur upp í borð. 0-1.

Borð-13: Tómas Möller vinnur Sigurð J. Sigurðsson með hvítu. En Sigurður getur ekki sagt að honum hafi verið slátrað. 1-0.

Borð-15: Skák Bjarts Þórissonar og Iðunnar Helgadóttur er lengi í jafnvægi. Iðunn vinnur að lokum. 0-1.

Borð-16: Skemmtileg skák hjá þeim Ólafi Fannari Péturssýni og Arnari Frey Orrasyni. Arnar vinnur. 0-1.

Borð-17: Markús Orri Jóhannsson vinnur Birki Hallmundarson. 0-1.

21:00

Borð-1: Oliver Bewersdorff byggir upp stöðu sína hægt og örugglega og vinnur öruggan sigur á Alexander Oliver Mai. 1-0.

Oliver vann Alex.

Borð-2: Skák Lenku Ptácníkóvu og Ólafs Gísla Jónssonar er lengi jafnvægi. Lenka nýtir sig keppnisreynsluna sína og hirðir tvö peð af Ólafi. Þá er ekki að spyrja um leikslokum. 1-0.

Borð-6: Sigurjón Haraldsson er í miklu stuði og vinnur Elvar Má Sigurðsson. 1-0.

Borð-7: Er í vandræði með að meta stöðuna hjá Loga Sigurðssyni og Óskari Maggasyni. Óskari vinnur. 0-1.

21:30

Borð-11: Hjálmar Hrafn Sigurvaldason vinnur smá saman líð af Ulker Gasanovu. 0-1.

Bara eitt borð eftir – borð-5 – þarf ekki mikla spádómsgáfu til að giska að þar mun sitja Kristján Örn Elíasson öðru megin. Nú er andstæðingurinn hans Haraldur Baldursson og eins og vænta mætti fer fram mikla stöðubaráttu. Kristján virðist vera með betra.

40 leiki og æsispennandi staða – máthótun á báða boga. Haraldur er kominn með auka drottningu – en mun það duga ?

22:00 Ég held að Kristján missir af mát í tveimur. Nei, reyndar bara þráskák með biskup. Mig langar að klappa fyrir þá báðum. Virkileg skemmtileg skák. Haraldur vinnur.

Lenka, Aron Þór og Oliver B. eru efstir með 5 1/2 vinninga. Alexander Oliver, Pétur Palmi og Haraldur B. eru næstur með 5. Margir af ungu mennirnir standa sig frábærlega. Fremstur í flokki miðað við eigin skákstíg eru: Mikael Bjarki Heiðarsson og Ingvar Wu Skarphéðinsson.

Staða efstu manna

Helstu viðureignir áttundu umferðar