Hver mun labba með þennan út í bíl á sunnudaginn?

Þrír skákmenn eru efstir og jafnir í landsliðsflokki Skákþings Íslands og töluverðar líkur að fleiri en einn endi á toppnum. Þá kemur til aukakeppni en slík keppni hefur ekki farið fram síðan á 100 afmælismótinu í Turninum 2013 þegar Hannes Hlífar Stefánsson hafði sigur á Birni Þorfinnssyni.

Í mótsreglum kemur fram hvað gerist. Stuðst er við ráðleggingar FIDE úr þeirra mótsreglum.

1) Ef tveir efstir og jafnir

Tefla tvær skákir með tímamörkin 3+2. Ef jafnt þá verður teflt til þrautar þar til annar vinnur skák. Engar bráðabanaskákir (Armageddon).

2) Ef þrír efstir og jafnir

Tefla allir við alla. Ef allir jafnir með 1 vinning þá fellur sá út sem lægstu oddastig hafði í sjálfu mótinu og tveir efstu halda áfram samkvæmt fyrirkomulagi nr. 1

3) Ef fjórir efstir og jafnir

Þá er teflt eftir útsláttarfyrirkomulagi og stuðst við fyrirkomulag nr. 1. Dregið hverjir tefla saman

4) Ef fimm eða fleiri jafnir og efstir 

Þá komast bara þeir fjórir áfram samkvæmt oddastigum úr mótinu sjálfu og tefla til úrslita samkvæmt fyrirkomulagi nr. 3

Flókið – já kannski – en úrslit fást fljótt og vel! Og komi til úrslitakeppni verður hún að sjálfsögðu sýnd í þráðbeinni.

Mótsreglur Skákþings Íslands