Ingvar Þór verður með beina lýsingu frá mótinu alla daga!
Ingvar Þór Jóhannesson er með beinar útsendingar frá Skákþingi Íslands. Útsending dagsins hefst fyrr en venjulega eða kl. 15:30 (skömmu fyrir Veistu hver ég var? á Bylgjunni) enda er spennan að magnast.
Aðalviðureign umferðarinnar er skák forystusauðana Hjörvars Steins og Helga Áss. Hjörvar er eini keppendinn í mótinu sem hefur sigurinn algjörlega í eigin höndum en hann mætir þriðja forystusauðinum Guðmundi í lokaumferðinni.
Guðmundur mætir Degi í dag. Það er líka mikið undir hjá Degi en hann þarf 1½ vinning í lokaumferðunum tveimur til að tryggja sér lokaáfangann að alþjóðlegum meistaratitli.
Bragi mætir Margeiri  og þarf nauðsynlega sigur til að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.
Í öðrum viðureignum mætast Björn „Anatoly“ Þorfinnsson  og Vignir Vatnar  annars vegar og Gauti Páll og Þröstur hins vegar.
Pörun áttundu umferðar kl. 15:
  • Hjörvar Steinn Grétarsson (5) – Helgi Áss Grétarsson (5)
  • Dagur Ragnarsson (4) – Guðmundur Kjartansson (5)
  • Bragi Þorfinnsson (4½) – Margeir Pétursson (2)
  • Björn Þorfinnsson (4) – Vignir Vatnar Stefánsson (3)
  • Gauti Páll Jónsson (1½) – Þröstur Þórhallsson (1)

Heimasíða mótsins