Ingvar Þór verður með beina lýsingu frá mótinu alla daga!

Ingvar Þór Jóhannesson verður með beina útsendingu sem hefst kl. 13:30 eða hálftíma eftir að lokaumferðin hefst. Sjálfsagt kíkja góðir gestir inn í stúdíóið eins og í gær.

Spennan er mikil á mótinu. Helgi Áss Grétarsson og Guðmundur Kjartansson eru efstir með 6 vinninga. Hjörvar Steinn Grétarsson og Bragi Þorfinsson eru svo í 3.-4. sæti með 5 vinninga.

Í lokaumferðinni mætast efstu menn innnbyrðis. Helgi Áss teflir við Braga og Guðmundur við Hjörvar.

Hjörvar og Bragi hafa eingöngu möguleika ef þeir báðir vinna. Þá tefla fjórmenningarnir útsláttarkeppni með tímamörkunum 3+2 (2ja skáka einvígi sem verða framlengd ef jafnt).

Ef annar hvor Helgi Áss eða Guðmundur nær punkti eru möguleikar Hjörvars og Braga úr sögunni. Það dugar forystusauðunum báðum  að gera betur en hinum. Ef þeir gera hins vegar sömu úrslit (jafntefli eða sigur) tefla þeir tveir úrslitaeinvígi um titilinn í hraðskákeinvígi (3+2 og framlengt ef jafnt).

Sjá nánar um aukakeppni hér.

Umferð dagsins er sem hér segir:

  • Guðmundur Kjartansson (6) – Hjörvar Steinn Grétarsson (5)
  • Helgi Áss Grétarsson (6) – Bragi Þorfinnsson (5)
  • Vignir Vatnar Stefánsson (4) – Dagur Ragnarsson (4)
  • Þröstur Þórhallsson (2) – Björn Þorfinnsson (4)
  • Margeir Pétursson (2½) – Gauti Páll Jónsson (1½)

Heimasíða mótsins