Áttunda og næstsíðsta umferð Skákþings Íslands fer fram kl. 15. Ákaflega mikilvægar viðureignir. Jóhann Hjartarson mætir Braga Þorfinnssyni, Hjörvar Steinn teflir við Helga Áss og Vignir Vatnar etur kappi við Guðmund Kjartansson. Vignir þarf hálfan vinning úr tveimur síðustu umferðunum til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.

Viðureignir dagsins:

  • Jóhann Hjartarson (5½) – Bragi Þorfinnsson (4)
  • Helgi Áss Grétarsson (4) – Hjörvar Steinn Grétarsson (5)
  • Vignir Vatnar Stefánsson (4½) – Guðmundur Kjartansson (4)
  • Sigurbjörn Björnsson (1) – Hannes Hlífar Stefánsson (4)
  • Alexander Oliver Mai (½) – Björn Þorfinnsson (4)

Staðan

Skákvarpið

Vefútsending hefst kl. 15 og skákskýringar Ingvars Þórs Jóhannessonar á milli 16:00 og 16:30.

Umfjöllun Ingvars um skák dagsins í gær

Kópavogur, Arion banki, Brim og Teva styðja á myndarlegan hátt við mótshaldið.

Helstu tenglar