Að venju hefst skáktíð hjá okkur að hausti með Startmóti og er það á dagskrá nú á sunnudaginn, 2. september og hefst kl. 13. Áður en taflmennska hefst ætlar Áskell Örn Kárason að segja frá þátttöku sinni á nýloknu Evrópumóti öldunga, þar sem hann vann silfurverðlaun og var útnefndur alþjóðlegur meistari í skák fyrir vikið. Fyrirlestur Áskels verður í norðursal Skákheimilisins, en að honum loknum hefst taflið í suðursal. Öllum heimil þátttaka, eins og venja er.
- Auglýsing -


















