Hilmir Freyr Heimsson (2271) sigraði á alþjóðlega unglingamótinu í Uppsölum sem lauk í gær. Hilmir Freyr lauk mótinu á rólegu nótunum eða með tveimur jafnteflum. Annars vegar á móti Isak Storme (2276) og hins vegar á móti Símoni Þórhallssyni (2092). Hilmir Freyr hlaut 6½ vinning í 9 skákum og varð einn efstur.
Glæsilegur árangur hjá Hilmi sem hefur staðið stórfenglega undanfarið. Hann er nú kominn í 2364 skákstig og það án þess að Uppsala-mótið hafi verið reiknað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu mótsins hækkar hann um 36 stig þar og gæti verið með um 2400 skákstig á desember-listanum. Hann verður á næstum dögum útnefndur FIDE-meistari.
Símon Þórhallsson (2092) hlaut 5 vinninga og varð í 8.-11. sæti.
- Auglýsing -

















