Guðfinnur kampakátur í mótslok. Mynd: ESE

Mótaröðinni um Skákhörpuna sem nú fór fram í 12. sinn á vegum Riddarans, skákklúbbs eldri borgara,  lauk í síðustu viku. Svo fór að hinn góðkunni skákgarpur Guðfinnur R. Kjartansson, bar sigur úr bítum og reyndist jafnbestur að meðaltali í kappteflinu þar sem þrjú bestu mót hvers keppanda af fjórum telja til stiga og vinnings.

Guðfinnur Rósinkranz lauk keppni með  alls 28 stig af 30 mögulegum. Hinn aldni meistari Gunnar Kr. Gunnarsson, var með 20 stig, en hann telfdi bara í tveimur mótum og vann bæði .  Össur  Kristinsson varð í þriðji einnig með 20 stig en í þremur mótum.  Fjórði í röðinni varð svo Jóhann Larsen með i 18 stig. Gunnar vann keppnina í fyrra og þeir Guðfinnur og Össur hafa báðir áður hrósað sigri í þessari mótaröð.  Guðfinnur i 2017 og Össur 2015. Þokkaleg þátttaka var í keppninni og sérstaka ánægju vakti að Jón Kristinsson, fyrrv. Íslandsmeistari,  mætti í eitt mót, sem taldi því miður ekki til stiga fyrir hann þar taka þarf þátt í tveimur til að reiknast með.  Jón vann það mót þar sem Guðfinnur varð annar og bætti við sig stigum fyrir vikið, sem og aðrir sem á eftir komu.

Skákharpan er nú helguð meisturum framtíðarinnar og keppni um hana hefst jafnan sem næst skákdeginum, 26. janúar ár hvert, og tileinkaður afreksferli Friðriks Ólafssonar.

Teflt er í Riddaranum alla miðvikudaga árið um kring kl. 13-17. Allir sem hafa aldur til. (60+) eru þá velkomnir í Vonarhöfn, skáksalinn góða í Hafnarfjarðarkirkju, til  tefla sér til hugarhægðar með von um vinning. Þátttökugjald er kr. 500 en aðeins lægra fyrir fastagesti. Kaffi og kruðerí í boði meðan á tafli stendur.

- Auglýsing -