Spennan á Íslandsmóti skákfélaga minnkaði ekki í gær – nema að síður sé. Tveir toppslagir fóru fram og lauk þeim báðum með naumum sigrum. Víkingaklúbburinn vann Hugin 4½-3½ og Taflfélag Reykjavíkur lagði Fjölni að velli 5-3. Huginn er í forystu með 38½ vinning, Víkingaklúbburinn og Fjölnir hafa 37½ og Taflfélag Reykjavíkur hefur 35½ vinninga. Tvær síðustu umferðir mótsins fara fram í dag.

Staðan

Sú fyrri hefst kl. 11 og sú síðari kl. 17. Í umferðinni kl. 11 mætast Huginn og TR, Víkingar tefla við botnlið KR og Fjölnir mætir sveit Breiðabliks, Bolvíkinga og Reyknesinga.

Önnur úrslit sjöundu umferðar urðu þau Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes vann Skákfélag Akureyar með minnsta mun, Taflfélag Garðabæjar hafði betur gegn Hugin-b 5-3 og b-sveit Taflfélags Reykjavíkur lagði KR að velli 5½-2½.

Tvö neðstu liðin falla og er staða Skákdeild KR nánast vonlaus. Hitt fallsætið bíður annarri hvorri b-sveitinni. B-sveit TR hefur 4½ vinnings forskot á b-sveit Hugins en þessar sveitir mætast núna kl. 11. Huginsmenn þurfa á að halda góðum sigri til að hafa möguleika á að bjarga sér frá falli.
2. deild
Spennan í 2. deild er ekki minna spennandi. Þar eru aðeins 2 vinningar og milli efstu sveitarinnar og þeirrar sem er í sjötta sæti. Hrókar alls fagnaðar eru efstir með 17 vinninga. Haukar, Selfyssingar og b-sveit Akureyringa eru í 2.-4. sæti með 16½ vinning. Sex lið eru því enn í baráttunni um tvö efstu sætin sem gefa sæti í efstu deild að ári.


Það vendir flest til þess að Vinaskákfélagið og b-sveit Breiðbliks, Bolungarvíkur og Reykjaness falli niður í 3. deild
3. deild

B-sveit Taflfélags Garðabæjar er efst í 3. deild með 10 stig og hefur nánast tryggt sér keppnisrétt í 2. deild að ári. Skáksamband Austurlands kemur í öðru sæti með 8 stig. Þessar sveitir mætast í umferðinni á eftir.

Skákfélag Siglufjarðar, Taflfélag Vestmannaeyja, Taflfélag Akraness og Skákfélag Sauðárkróks hafa 6 stig og þeirra möguleiki byggist á Austlendingar misstígi sig.
D-sveit Hugins er vonlítil og staða c-sveitar sama félags erfið. Þrjár sveitir falla. Margar sveitir eru því enn í fallbaráttunni.
4. deild


Þrjár sveitir fara upp úr fjórðu deild. Að loknum fimm umferðum eru fjórar sveitir jafnar og efstar með 8 stig. Það eru b-sveitir Hróka alls fagnaðar og KR, Borgfirðingar og d-sveit Taflfélags Reykjavíkur.

Spennan er mikil fyrir lokaumferðirnar báðar.

















